750. stjórnarfundur SSS 20. nóvember 2019
Árið 2019, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja – Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri. Forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurnesja kom á fundin og fór yfir málefni HSS. Stjórn S.S.S. þakkar forstjóra fyrir góða kynningu.
2. Kynning á fjárframlögum til Suðurnesja úr fjárlögum 2020. Framkvæmdastjóri S.S.S. fór yfir kynningarglærur sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur látið taka saman úr fjárlögum 2020. Niðurstaða þeirra samantektar bendir til þess að ríkisstofnanir á Suðurnesjum séu ekki að fá sinn hlut leiðréttan.
Framkvæmdastjóra falið að leita til umboðsmanns Alþingis með það að markmiði að kanna rétt íbúa á Suðurnesjum til opinberrar þjónustu með tilliti til jafnræðisreglu.
3. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 53, dags. 14.10.2019. Lögð fram.
4. Fundargerð Heklunnar nr. 74, dags. 11.11.2019. Lögð fram. Stjórn S.S.S. staðfestir starfs- og fjárhagsáætlun Heklunnar 2020.
5. Tilnefning í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja -frestað frá síðasta fundi. Stjórn S.S.S. tilnefnir Helgu Maríu Finnbjörnsdóttir sem aðalfulltrúa og Halldór Rósmund Guðjónsson til vara í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
6. Tilnefning í stjórn Reykjanes Unesco Geopark. S.S.S. Stjórn S.S.S. tilnefndir Berglindi Kristinsdóttur framkvæmdastjóra S.S.S. og Heklunnar í stjórn RGP.
7. Bréf dags. 28.10.2019 frá Félagsmálaráðuneytinu. Ósk um tilnefningu í Vinnumarkaðsráð Suðurnesja, endurskipun 2019-2023. Stjórn S.S.S. tilnefnir Dagnýju Gísladóttur verkefnastjóra sem aðalfulltrúa í Vinnumarkaðsráði Suðurnesja og Berglind Kristinsdóttir framkvæmdstjóri til vara.
8. Bréf dags. 20.10.2019 frá Fjáreigendafélagi Grindavíkur. Ósk um stuðning vegna uppgræðslu á beitarhólfi í Krísuvíkurlandi. Stjórn S.S.S. hafnar erindinu.
9. Þjónustusamningur við MSS – samantekt á fjölda fjarnema. Lagt fram til upplýsinga. Framkvæmdastjóra falið að bjóða forstöðumanni MSS á fund stjórnar.
10. Starfsáætlun stjórnar S.S.S. árið 2020. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta stjórnarfund.
11. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50.