759. stjórnarfundur SSS 16. september 2020
Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. september, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Kynning frá Reykjaneshöfn á skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn. Gestir: Halldór K. Hermannsson og Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Stjórn S.S.S. þakkar góða kynningu og lýsir yfir stuðningi við verkefnið. Stjórnin hvetur jafnframt ríkisvaldið til að styðja við verkefnið á allan mögulega hátt enda verkefnið bæði atvinnuskapandi og gjaldeyrisskapandi. Verkefni sem þetta eykur fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum
- Aðalfundarboð Fisktækniskóla Íslands 2020, e.d. Stjórn S.S.S. tilnefnir Hjálmar Hallgrímsson sem aðalmann í stjórn Fisktækniskólans og Berglindi Kristinsdóttur til vara. Stjórn S.S.S. þakkar fráfarandi aðalmanni S.S.S., Guðjóni Guðmundssyni fyrir störf hans í þágu skólans en hann hefur setið í stjórn skólans frá upphafi hans.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.06.2020, v. tilnefning í starfrænt ráð sveitarfélaga. Stjórn S.S.S. tilnefnir Kjartan Már Kjartansson og Bergnýju Jónu Sævarsdóttur sem fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaganna.
- Fundargerð Heklunnar nr. 79, dags. 4. september 2020. Lagt fram.
- Tölvupóstur dags. 30. ágúst frá Bergný J. Sævarsdóttur f.h. Suðurnesjabæjar vegna bókunar um stöðu í atvinnumálum. Lagt fram. Stjórn S.S.S. lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Tekið er undir bókanir aðildarsveitarfélaganna á Suðurnesjum, þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að ráðast í aðgerðir til hjálpar einstaklingum og fyrirtækjum sem sóttvarnaraðgerðir vegna Covid hafa bitnað hvað harðast á. Það eru fjölmörg atvinnuskapandi verkefni sem hægt er að ráðast í með litlum fyrirvara og mikilvægt að allir rói í sömu átt til að lágmarka skaðann.
- Bréf dags. 1. september 2020 frá Þjóðskjalasafni Íslands. Efni: Málalykill Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt nýjan málalykil fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. S.S.S. eru fyrstu landshlutasamtökin sem hafa skilað inn málalykli og fengið samþykkt rafræn skil á gögnum.
- Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2020. Í ljósi sóttvarnarlaga hefur verið tekin ákvörðun um að aðalfundur S.S.S. verði aðeins einn dagur að þessu sinni. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 10. október í Gerðaskóla.
- Drög að skýrslu um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka. – Vinnuskjal frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24.06.2020. Stjórn S.S.S. samþykkir að fela framkvæmdastjóra að senda sameiginlega bókun landshlutasamtakanna fyrir hönd S.S.S.
- Önnur mál. Stjórn S.S.S. fagnar drögum að viljayfirlýsingu Vinnumálastofnunar um sköpun starfa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.