767. stjórnarfundur SSS 17. mars 2021
Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 17. mars, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.
Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Ingþór Guðmundsson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Kynning á stöðuverkefna Covid 19 – Gestur: Logi Gunnarsson. Stjórn S.S.S. þakkar LG góða kynningu á stöðu verkefnanna. Öll sautján verkefnin eru farin af stað og einhverjum er nú þegar lokið.
- Áfangastaðastofa Reykjanes – drög að skipulagi. Stjórn S.S.S. ræddi skipulag á Áfangastaðastofu Reykjanes. Stjórnin ræddi m.a. hvort að stjórn Reykjanes Geopark gæti tekið að sér það hlutverk að vera stjórn Áfangastaðstofunnar. Ljóst er að mörg verkefni Reykjanes Geopark og Áfangastaðastofunnar skarast og því mikilvægt að vinna þetta spennandi verkefni eins vel og hægt er. Stjórn S.S.S: felur framkvæmdastjóra að taka saman minnisblað og tillögur að útfærslum og senda á stjórn S.S.S.
- Tilnefning í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2021-2025. Stjórn S.S.S. tilnefnir eftirfarandi í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2021-2025. Aðalfulltrúar: Helga María Finnbjörnsdóttir, kt. 290580-3239. Einar Jón Pálsson, kt. 141067-3119. Varafulltrúar: Birgitta H. Ramsay Káradóttir, kt. 040380-4939. Halldór Rósmundur Guðjónsson, kt. 210666-5409.
- Útboð á endurskoðun á reikningum Sambandsins. Samkvæmt útboði sem gert var árið 2015 var endurskoðun bókhalds Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum boðin út til 5 ára. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að bjóða út endurskoðun á reikningum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og tengdum stofnunum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:50.