fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

769. stjórnarfundur SSS 16. júní 2021

Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. júní, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Laufey Erlendsdóttir sat fundinn í gegn fjarfundarbúnað. Ingþór Guðmundsson boðaði óvænt forföll og ekki gafst tími til að boða varamanna.

Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Samvinna stafrænnar þróunar – Staða verkefnis, upplýsingar frá samráðshóp. Lagt fram til kynningar.
  2. Samningur milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna ráðgjafar til umsækjenda í Matvælasjóð á árinu 2021. Stjórn S.S.S. fagnar samningum en S.S.S. hefur auk þess tekið að sér ráðgjöf fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
  3. Fundargerð Heklunnar nr. 85, dags. 17.maí 2021. Lagt fram til kynningar.
  4. Erindi til Umhverfis- og auðlindarráðherra dags. 06.05.2021, v. eldgos í Fagradalsfjalli upplýsingamiðlun og umgjörð. Stjórn S.S.S. ítrekar aðkomu ríkisvaldsins að verkefninu er snýr að uppbyggingu gestastofu en slík gestastofa yrði mikilvægur hluti af heildrænni upplifum gesta á svæðinu sem og miðlun öryggismála. Starfsmenn Markaðsstofu Reykjaness svara á annað hundrað fyrirspurnum á mánuði vegna gossins er snúa beint að öryggismálum, það er því mikilvægt að koma á fót gesta- og upplýsingarmiðstöð í tengslum við eldgosið. Framkvæmdastjóra falið að senda samhljóða erindi á Forsætisráðuneytið.
  5. Fundargerð aðalfundar Fluglestarinnar Þróunarfélags ehf, dags.18.05.2021. Lagt fram.
  6. Fundargerð 9 ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja, dags. 06.05.2021. Lagt fram.
  7. Tölvupóstur dags. 07.06.2021 frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, v. Varða – undirbúningur að tilnefningu nýrra áfangastaða. Lagt fram til kynningar. Stjórn S.S.S. fagnar því að útvíkka verkefnið á fleiri staði en á Suðurlandið og leggur til að tilnefndir verði staðir á Reykjanesi skv. skilgreiningu Reykjanes Unesco Geopark.
  8. Drög að erindisbréfi fyrir fagráð Áfangastaðastofu Reykjanes. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir erindisbréfið fyrir fagráð Áfangastaðastofu Reykjanes.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35.