Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

772. stjórnarfundur SSS 20. október 2021

Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 20. október, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru: Kolbrúna Jóna Pétursdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Formaður:       Ingþór Guðmundsson – Sveitarfélagið Vogar

Varaformaður:      Jóhann Friðrik Friðriksson – Reykjanesbær.

Ritari:    Hjálmar Hallgrímsson – Grindavíkurbær.

Meðstjórnandi:     Laufey Erlendsdóttir  – Suðurnesjabær.

Samþykkt samhljóða.

2. Ályktanir aðalfundar 2021.

Framkvæmdastjóra falið að senda ályktanirnar til samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra sem og að fá fund með viðkomandi ráðherrum til að fylgja málinu eftir. Jafnframt verður ályktanirnar send þingmönnum kjördæmisins.

Stjórn S.S.S. mun auk þess óska eftir fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að ræða framlög jöfnunarsjóðs til landshlutasamtakanna.

3. Fjárhagsáætlun 2021.


3.1 Fjárhagsáætlun S.S.S. 2022.
Stjórn S.S.S. samþykkir áætlunina.

3.1.1. Beiðni um stuðning vegna frú Ragnheiðar.
Stjórn S.S.S. samþykkir að styrkja verkefnið um 2.5 mkr.


3.1.2. Beiðni um stuðning vegna Náttúrustofu Suðvesturlands.
Stjórn S.S.S. samþykkir að styrkja verkefnið um 4 mkr.


3.2. Fjárhagsáætlun Heklunnar 2022.
Stjórn S.S.S. samþykkir áætlunina.

Framkvæmdastjóra falið að boða til fundar hjá fjárhagsnefnd S.S.S. föstudaginn 29. október, kl. 8:00.

4. Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 21.09.2021, skipun í starfshóp vegna vinnu við gerð tillagna til ráðherra um fyrirkomulag almenningssamgangna á Íslandi.

Framkvæmdastjóri S.S.S. hefur verið skipaður í starfshóp f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur það hlutverk að vinna tillögur til ráðherra að fyrirkomulagi almenningssamgangna á Íslandi. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum fyrir lok desember 2021 en skipað er til og með 31. desember 2021.

Starfshópurinn er skipaður eftirfarandi:

  • Jónas Birgir Jónasson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
  • Berglind Kristinsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Árni Grétar Finnsson, Samtök atvinnulífsins
  • Páll Björgvin Guðmundsson, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
  • Valgerður Gréta Benediktsdóttir, Strætó bs.
  • Bergþóra Kristinsdóttir, Vegagerðin

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40