fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

774. stjórnarfundur SSS 15. desember 2021

Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. desember, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær. Mætt eru: Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.11.2021. Efni: Breytt skipulag barnaverndar. Lagt fram.
  2. Stöðuskýrsla dags. 17.11.2021, afrit sent til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti. Vegna verkefni: Rannsókn á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Lagt fram.
  3. Minnisblað dags. 09.09.2021, skipting grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana landshluta 2020-2024. Framlagt til Sóknaráætlunar Suðurnesja á árinu 2022 verður kr. 84.528.020,- og hækkar það um 1,5% frá árinu 2021. Er það tilkomið vegna reiknireglu við skiptingu fjármagns á milli landshlutasamtakanna. Breyturnar sem notaðar eru við útreikninga eru íbúðafjöldi, atvinnusóknarsvæði, atvinnuleysi, íbúaþróun, útsvar og nálægð við höfu
  4. Samantekt framkvæmdaaðila vegna Ratsjárinnar 2021. Stjórn S.S.S. þakkar samantektina og samþykkir að Áfangastaða Reykjaness taki áfram þátt í verkefninu en kostnaður við það á næsta ári er kr. 250.000,-
  5. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingi, dags. 01.12.2021, ósk um umsögn um frumvarp til laga um fjárlög 2022, 1.mál. https://www.althingi.is/altext/pfd/152/s/0001.pdf Lagt fram.
  6. Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um fjárlög 2022, 1.mál, dags. 06.12.2021. Þann 19. júní 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti (nú félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti) til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu. Í framhaldi af undirbúningsvinnu ráðuneytisins og með hliðsjón af ályktun Alþingis skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í ágúst 2019, starfshóp til að vinna að framgangi verkefnisins og vera um leið formlegt samráðsteymi með vísan til byggðaáætlunar.Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðu í maí 2020 í formi aðgerðaráætlun en þar segir m.a.„Lagt er til að viðkomandi fagráðuneyti skoði og meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum við fjárlagagerð 2021 og vinnslu fjármálaáætlunar yfirstandandi árs. Þannig verði strax hægt að greina úrbótatækifæri af hálfu ríkisvaldsins m.a. í formi hærri fjárveitinga sem taki mið af íbúavexti og umfram allt hlutlægu mati á þjónustuþörf“.Ekki er hægt að sjá að fjárlög 2022 taki tillit til tillagna starfshópsins.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekar þessa niðurstöðu og hvetur fjárlaganefnd til þess að hafa hana að leiðarljósi við gerð fjárlaga 2022.
  7. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag, dags.02.12.2021, v. bundin framlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga 2022. Þann 22. september var lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu drög að greiðslu- og rekstraráætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á grundvelli áætlunarinnar nema bundin framlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga samtals 301.208.000 kr. eða 37.561.000 kr. á hver samtök.
  8. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.11.2021 v. uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga. a) Tölvupóstur dags. 8.desember 2021 frá Steinþóri Þórðarsyni f.h. Kölku. Efni: Samstaf um undirbúning breytinga á úrgangsmeðhöndlun. Stjórn S.S.S. samþykkir að taka þátt í skipan starfshópsins vegna undirbúnings að breytingu á úrgangsmeðhöndlun vegna nýrra laga sem taka gildi þann 1. janúar 2023. Framkvæmdastjóra S.S.S: falið að óska eftir tilnefningum frá aðildarsveitarfélögum Kölku. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35.