774. stjórnarfundur SSS 15. desember 2021
Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. desember, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær. Mætt eru: Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.11.2021. Efni: Breytt skipulag barnaverndar. Lagt fram.
- Stöðuskýrsla dags. 17.11.2021, afrit sent til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti. Vegna verkefni: Rannsókn á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Lagt fram.
- Minnisblað dags. 09.09.2021, skipting grunnframlaga ríkisins til sóknaráætlana landshluta 2020-2024. Framlagt til Sóknaráætlunar Suðurnesja á árinu 2022 verður kr. 84.528.020,- og hækkar það um 1,5% frá árinu 2021. Er það tilkomið vegna reiknireglu við skiptingu fjármagns á milli landshlutasamtakanna. Breyturnar sem notaðar eru við útreikninga eru íbúðafjöldi, atvinnusóknarsvæði, atvinnuleysi, íbúaþróun, útsvar og nálægð við höfu
- Samantekt framkvæmdaaðila vegna Ratsjárinnar 2021. Stjórn S.S.S. þakkar samantektina og samþykkir að Áfangastaða Reykjaness taki áfram þátt í verkefninu en kostnaður við það á næsta ári er kr. 250.000,-
- Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingi, dags. 01.12.2021, ósk um umsögn um frumvarp til laga um fjárlög 2022, 1.mál. https://www.althingi.is/altext/pfd/152/s/0001.pdf Lagt fram.
- Umsögn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um fjárlög 2022, 1.mál, dags. 06.12.2021. Þann 19. júní 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Með þingsályktuninni var ríkisstjórninni falið að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti (nú félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti) til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun á svæðinu. Í framhaldi af undirbúningsvinnu ráðuneytisins og með hliðsjón af ályktun Alþingis skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í ágúst 2019, starfshóp til að vinna að framgangi verkefnisins og vera um leið formlegt samráðsteymi með vísan til byggðaáætlunar.Starfshópurinn skilaði af sér niðurstöðu í maí 2020 í formi aðgerðaráætlun en þar segir m.a.„Lagt er til að viðkomandi fagráðuneyti skoði og meti nánar fjárframlög til einstakra stofnana á Suðurnesjum við fjárlagagerð 2021 og vinnslu fjármálaáætlunar yfirstandandi árs. Þannig verði strax hægt að greina úrbótatækifæri af hálfu ríkisvaldsins m.a. í formi hærri fjárveitinga sem taki mið af íbúavexti og umfram allt hlutlægu mati á þjónustuþörf“.Ekki er hægt að sjá að fjárlög 2022 taki tillit til tillagna starfshópsins.Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekar þessa niðurstöðu og hvetur fjárlaganefnd til þess að hafa hana að leiðarljósi við gerð fjárlaga 2022.
- Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag, dags.02.12.2021, v. bundin framlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga 2022. Þann 22. september var lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu drög að greiðslu- og rekstraráætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á grundvelli áætlunarinnar nema bundin framlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga samtals 301.208.000 kr. eða 37.561.000 kr. á hver samtök.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.11.2021 v. uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga. a) Tölvupóstur dags. 8.desember 2021 frá Steinþóri Þórðarsyni f.h. Kölku. Efni: Samstaf um undirbúning breytinga á úrgangsmeðhöndlun. Stjórn S.S.S. samþykkir að taka þátt í skipan starfshópsins vegna undirbúnings að breytingu á úrgangsmeðhöndlun vegna nýrra laga sem taka gildi þann 1. janúar 2023. Framkvæmdastjóra S.S.S: falið að óska eftir tilnefningum frá aðildarsveitarfélögum Kölku. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35.