fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

789. fundur

Árið 2023, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 16. maí, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Friðjón Einarsson, Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
hans.

Friðjón Einarsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Kynning á verkefnum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Unesco Geopark. Gestir Þuríður H. Aradóttir, Eyþór Sæmundsson og Daníel Einarsson verkefnastjórar.
    Þuríður fór yfir helstu verkefnin sem Markaðsstofa Suðurnesja vinnur að þessa daga. Unnið er að því að uppfæra áfangastaðaáætlun fyrir Reykjanesið. Þuríður benti á að samningurinn við Ferðamálastofu er að renna út um næstu áramót en um er að ræða samning upp á 22 mkr.

Áhersluverkefni Markaðsstofu Reykjaness í ár eru:
• umhverfi og uppbygging áningarstaða
• fræðsla og þekking
• markaðssetning
• gögn og rannsóknir
• verðmætasköpun og vöruþróun

Eyþór sagði frá vinnustofu sem haldinn var í vor í tengslum við ferðaleiðina Eldfjallaleiðin „Volcano way“. Það verkefni er unnið í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Í framhaldi er áhugi á því að teikna upp sambærilegar ferðaleiðir á Reykjanesskaganum en gert er ráð fyrir því að önnur vinnustofa verði haldin í tengslum við það verkefni.

Í máli Daniels kom fram að unnið er að stefnumótun fyrir Reykjanes Unesco Geopark og vonir eru um að hún verði tilbúin á næstu mánuðum.

Helstu verkefni jarðvangsins í ár eru:
• uppbygging og þróun áningarstaða
• gestastofur Reykjanes Geopark
• markaðsefni
• stefnumótun RGP
• alþjóðasamstarf
• EGN ráðstefna 2024
• úttekt 2023

Umræður urðu um Framkvæmdasjóð ferðmannastaða en sjóðurinn úthlutaði engum styrkjum á starfsvæði Reykjanes jarðvangs í ár. EGN ráðstefna verður haldinn á Reykjanesi 2024 og gert er ráð fyrir því að 500 manns sæki ráðstefnuna. Reykjanes Jarðvangur fer í úttekt í lok júní en jarðvangurinn fékk grænt kort í síðustu úttekt fyrir 4 árum.

Í máli Daníels kom fram að mörg tækifæri væru falin í því að vinna betur með jarðvanginn. Hægt væri að auka fræðslustarf, sýnileika, styrkja tengingar við nærsamfélagið og byggja betur undir grunnstoðir hans. Vörumerkið Reykjanes Unesco Geopark er afar verðmætt og miklir möguleikar felast í notkun þess fyrir svæðið.

Stjórn S.S.S. þakkar starfsmönnum góðar kynningar og umræður.

  1. Tölvupóstur frá Fisktækniskóla Íslands, dags. 09.05.2023 v. tilnefning í stjórn Fisktækniskóla Íslands.
    Stjórn S.S.S. tilnefnir eftirfarandi í stjórn Fisktækniskóla Íslands 2023-2026:
    • aðalfulltrúi: Baldur Matthías Þóroddsson – Suðurnesjabæ
    • varafulltrúi: Berglind Kristinsdóttir – Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
  2. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags, 08.05.2023 v. beiðni um tilnefningu í spretthópa fyrir aðgerðaráætlun í loftlagsmálum.
    Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga um að framkvæmdastjóri S.S.S., Berglind Kristinsdóttir verði tengiliður í spretthópi vegna aðgerðaráætlunar í loftlagsmálum Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins.
  3. Tilnefning í stafrænt ráð Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Stjórn S.S.S. tilnefnir Valgerði B. Pálsdóttur sem fulltrúa S.S.S. í stafrænt ráð sveitarfélaganna.
  4. Fundargerð Reykjanes jarðvangs nr. 70, dags. 24.03.2023.
    Lögð fram.
  5. Fundargerð Reykjanes jarðvangs nr. 71, dags. 14.04.2023.
    Lögð fram.
  6. Önnur mál.
    Stjórnin ræddi um vinnu stýrihóps Mennta- og barnamálaráðherra en honum er ætlað að kanna fýsileika aukins samstarfs og/eða sameiningu Keilis og Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram en lagt er til að fundað verði sem fyrst með fulltrúum ríkisins og þingmönnum svæðisins vegna málsins.

Stjórnin ræddi afkomu sveitarfélaganna nú þegar ársreikningar sveitarfélaganna liggja fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.

Friðjón Einarsson Björn G. Sæbjörnsson
Anton K. Guðmundsson Sverrir Auðunsson

Berglind Kristinsdóttir