796. fundur
Árið 2023, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 13. desember, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Friðjón Einarsson, Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Sverri Auðunsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Staða Keilis. Gestur: Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri.
Framkvæmdastjóri Keilis fór yfir sögu Keilis og fjárhagsáætlun hans til næsta árs. Stjórn S.S.S. þakkar framkvæmdastjóra Keilis fyrir góða og upplýsandi kynningu. Friðjóni Einarssyni falið að vinna verkefnið áfram. - Samstarfssamningur Eignarhaldsfélags Suðurnesja og Sambands sveitarfélaga a Suðurnesjum, dags. 15.11.2023.
Stjórn S.S.S. samþykkir samninginn fyrir sitt leyti í samræmi við umræður fundarins. - Tölvupóstur dags. 05.12.2023 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu v. viðbyggingar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
a)Minnisblað varðandi starfsnámsskóla frá FSRE.
b)Drög að samningi milli MRN og sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Málinu frestað og Friðjóni Einarssyni falið að vinna áfram að verkefninu. - Tækifæri á MIPIM 2024 – kynningargögn frá Íslandsstofu.
Stjórn S.S.S. samþykkir að framkvæmdastjóri S.S.S. sæki ráðstefnuna fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
- Málefni Grindavíkur.
Formaður fór yfir stöðuna í Grindavík. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur verið með eitt stöðugildi í Tollhúsinu í Reykjavík til að aðstoða fyrirtæki úr Grindavík. Jafnframt söfnuðu starfsmenn S.S.S. saman upplýsingum um laust atvinnuhúsnæði á Suðurnesjum auk annara tilfallandi verkefna. Gert er ráð fyrir því að þörfin á staðbundnum starfsmanni í Tollhúsinu verði endurskoðuð í lok desember. - Önnur mál.
Þar sem þetta er síðasti stjórnarfundur Friðjóns Einarssonar, vill stjórn S.S.S. þakka honum fyrir gott og ánægjulegt samstarf.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50.
Sverrir Auðunsson Björn G. Sæbjörnsson Anton K. Guðmundsson
Friðjón Einarsson Berglind Kristinsdóttir