809. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
1
809. fundur
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 12. febrúar, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Ungmennaráð – framhald frá síðasta fundi stjórnar.
Gestir fundarins undir þessum lið: Unnur Ýr Kristinsdóttir, Sigrún Svafa Ólafsdóttir, Guðmundur Stefán Gunnarsson, Ólafur Bergur Ólafsson (Reykjanesbær), Andrea E. (Reykjanesbær), Silja Kolbrún (Reykjanesbær), Heba Lind Guðmundsdóttir (Suðurnesjabær), Hafþór Ernir Ólason (Suðurnesjabær), Örlygur Svanur (Sveitarfélagið Vogar), Pálmi Óli (Sveitarfélagið Vogar).
Í framhaldi af vinnufundi í tengslum við Sóknaráætlun Suðurnesja kom upp sú hugmynd að setja af stað sameiginlegt ungmennaráð fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum.
Eftir góða kynningu lögð þau fram eftirfarandi minnisblað.
„Ungmennaráð Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga leggja til stofnun ungmennaráðs Suðurnesja og telja að SSS sé rétti vettvangurinn til þess. Þar er lagt upp með að tryggja að raddir ungmenna fái hljómgrunn hjá sveitarfélögum, ríki og öðrum lykilaðilum. Ráðið myndi funda mánaðarlega og samanstanda af 8-10 fulltrúum, 2-3 frá hverju sveitarfélagi. Reglulegir fundir yrðu haldnir með stjórn SSS, svæðisfulltrúum íþróttahéraða, farsældar fulltrúa, Reykjanes Geopark, HSS og Fjölbrautaskóla Suðurnesja til að hafa áhrif á stefnumótun og framkvæmd mála sem varða börn og ungmenni á svæðinu.
Stofnun ráðsins er nauðsynleg til að styrkja tengsl sveitarfélaganna og tryggja að ungmenni hafi áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Ungmennaþing Suðurnesja yrði haldið árlega til að fjalla um brýnustu málefni. Formleg aðkoma að stjórn SSS 2
myndi tryggja að rödd ungmenna heyrist í stefnumótun og ákvarðanatöku í málefnum sem snúa að börnum og ungmennum á Suðurnesjum.
Helstu málefni ráðsins væru samgöngur með áherslu á bætta almenningssamgöngur og öruggari hjóla- og göngustíga, geðheilbrigði með betra aðgengi að þjónustu, efling félagsstarfs og fjölbreyttari afþreyingarmöguleikar. Einnig yrði unnið að betri tengingu við framhaldsskóla og fjölbreyttari námsframboði, ásamt auknum stuðningi við listir, menningu og ungmenna viðburði. Þá yrði lögð áhersla á samstarf við Reykjanes Geopark með umhverfissjónarmiðum, fræðslu í Unesco skólum, útinámi og aukinni þekkingu á nærumhverfinu.
Til að tryggja stöðu ungmennaráðs innan SSS þarf að veita þeim fast sæti á fundum SSS, tryggja reglulega samráðsfundi með sveitarfélögum og stofnunum og efla virkt samstarf við alla hlutaðeigandi aðila um málefni barna og ungmenna á Suðurnesjum“.
Stjórn S.S.S. þakkar gestum fyrir góða kynningu og frumkvæði ungmennaráðs að fundinum. Stjórnin er sammála um að bjóða Ungmennaráði fundaraðstöðu hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Auk þess vill stjórn S.S.S. bjóða þeim að hafa kynningu á hugmyndum sínum um sameiginlegt ungmennaráð og mögulegum verkefnum þeirra næstu misseri á komandi vorfundi S.S.S. sem haldinn verður föstudaginn 28. mars.
- Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum – undirbúningur.
Stjórnin ræddi drög að dagskrá fundarins. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir stjórn á næsta fundi stjórnar.
- Tölvupóstur dags. 3. febrúar frá Eignarhaldsfélagi Brunafélags Íslands v. kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Stjórn S.S.S. tilnefnir eftirfarandi í fulltrúaráð EBÍ:
Aðalfulltrúi: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ.
Varafulltrúi: Björn Sæbjörnsson, Sveitarfélagið Vogar.
- Ársskýrsla 2024 – FabLab Suðurnesja. Lögð fram.
- Konvin skrifstofuhúsnæði – kynning. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur tekið á leigu til tveggja ára aðstöðu fyrir 5 frumkvöðla í Konvin setrinu. Þetta er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja.
3
- Tækniþróunarsjóður – samantekt á úthlutun til nýrra verkefna 2024. Alls bárust Tækniþróunarsjóði 254 umsóknir á árinu 2024. Af þeim voru 10 af Suðurnesjum. Úthlutað var til 50 verkefna, 48 á höfuðborgarsvæðið, 1 á norðurland eystra og 1 á Suðurnes. Af landsbyggðinni bárust flestar umsóknir af Suðurnesjum.
- Önnur mál.
Gengið hefur verið frá ráðningu verkefnastjóra svæðisbundinna farsældarráða. Starf verkefnastjóra farsældar barna var auglýst á Alfreð dags. 3. desember 2024 og var umsóknarfrestur til og með 18. desember 2024. Alls bárust 22 umsóknir, þar af var ein umsókn dregin til baka.
Faghópur, skipaður sviðsstjórum velferðarþjónusta á Suðurnesjum hafði umsjón með úrvinnslu umsókna og mat í á umsækjendum. Í faghópnum sátu Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar, Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Suðurnesjabæjar og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.
Sex umsækjendur voru boðaðir í viðtal þar sem allir umsækjendur fengu sömu stöðluðu spurningarnar sem sneru að hæfniviðmiðum og reynslu.
Hjördís Eva Þórðardóttir hefur verið ráðin í starfið og hefur hún störf þann 1. mars n.k.
Það var sameiginleg niðurstaða faghópsins að ofangreindur umsækjandi uppfylli best þær hæfniskröfur sem settar eru fram í auglýsingu um starf verkefnastjóra farsældar hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og að umsækjandi hafi metnað til nýta þekkingu sína og innsýn til að skila af sér góðu starfi í þágu farsældar barna á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S, þakkar faghópnum fyrir sitt framlag og staðfestir hér með ráðningu Hjördísar.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni og ráðherra málaflokksins vegna almenningssamgangna á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:10.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir
Björn Sæbjörnsson Ásrún H. Kristinsdóttir
Berglind Kristinsdóttir