812. fundur stjórnar S.S.S.
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 14. maí, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2025.
Gert er ráð fyrir því að aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði haldinn laugardaginn 4. október. Stjórnin ræddi hugmyndir að dagskrá fundarins. - Bréf dags. 23.04.2025 frá Mennta- og barnamálaráðuneyti v, tilnefningar í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Skipan í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2025-2029 en að hálfu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum voru eftirfarandi tilnefnd:
Aðalmenn:
Ásrún Kristinsdóttir
Halldór Rósmundur Guðmundsson
Varamenn:
Bjarni Páll Tryggvason
Laufey Erlendsdóttir
Lagt fram.
- Undirritun ársreiknings S.S.S. 2024.
Starfsemin á árinu
Hagnaður félagsins á árinu samkvæmt rekstrarreikningi nam kr. 29.710.375,-
Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi námu kr. 459.750.478,-
Bókfært eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi var neikvætt um kr. 26.532.541
Eiginfjárhlutfall félagins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi nam 5,8%.
Fjöldi ársverka á árinu nam 10.
Stjórn S.S.S. samþykkir ársreikning 2024 og staðfestir hann með undirritun sinni.
- Önnur mál.
Framkvæmdastjóri sagði frá spjallmenni sem verður innleitt hjá Markaðsstofu Reykjaness næstu daga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Berglind Kristinsdóttir
Björn Sæbjörnsson Ásrún H. Kristinsdóttir