813. fundur stjórnar S.S.S.
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 4. júní, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Sigursveinn Bjarni Jónsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Skýrsla um grænan iðngarð á Reykjanestá (áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja).
Skýrsla lögð fram en hún er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja samkvæmt viðaukasamningi við Umhverfis-, orku – og loftlagsráðuneytið. Í skýrslunni er búið að greina sjálfbærni viðmið og leggja til mælikvarða fyrir grænan iðngarð á Reykjanestá. - Erlend samstarfsverkefni.
a. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum – Erasmus 2025-1-IS0-KA122-SCH-000316715. Short term projects for mobility of learners and staff in school education.
b. Reykjanes Jarðvangur – Gárur á Reykjanesi – Sprotasjóður.
c. Reykjanes Jarðvangur – Nordplus Horizontal 2025.
Samningar lagðir fram til upplýsinga. Stjórn S.S.S. fagnar þessum samningum en þessi verkefni nýtast vel inn á svæðið - Afrit af minnisblað til ríkisstjórnar, dags. 20.05.2025. Aðkoma fleiri ráðuneyta að sóknaráætlunum landshluta.
Stjórn S.S.S. tekur undir minnisblaðið og bindur jafnframt vonir til þess að með aðkomu fleiri ráðuneyta verði framlög til Suðurnesja jafnhá og til annarra landshluta. - Tilnefning í stjórn Fisktækniskóla Íslands 2025-2026.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefnir eftirfarandi í stjórn Fisktækniskóla Íslands 2025-2026.
Aðalmaður: Baldur Matthías Þóroddsson.
Varamaður: Jónína Magnúsdóttir - Farsældarráð Suðurnesja – drög að skipuriti.
Stjórn fagnar þessum vel unnu gögnum og hversu vel verkefnið er farið af stað á okkar svæði. - Ársskýrsla S.S.S. 2024.
Lagt fram. - Önnur mál.
Stefnumótun atvinnumála. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra vinna að áfram að málinu í samræmi við umræður fundarins.
Stjórn S.S.S. ræddi nýjar upplýsingar um þróun brotthvarfs úr framhaldsskólum. Samanburður sýnir að brotthvarf úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja er lægra en landsmeðaltal.
Formaður stjórnar upplýsti um fundarefni næsta fundar sveitarstjórnarráðs EFTA en fundurinn verður haldinn í næstu viku.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Sigursveinn Bjarni Jónsson Ásrún H. Kristinsdóttir
Björn Sæbjörnsson Berglind Kristinsdóttir