815. fundur stjórnar
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 10. september, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Farsæld barna – kynning Hjördís Eva Þórðardóttir.
Stjórn S.S.S. þakkar góða og upplýsandi kynningu. Sveitarstjórnarfulltrúar á Suðurnesjum munu fá kynningu á aðalfundi S.S.S. - Markaðsgreining – kynning Darri Johansen og Guðmundur Pálsson, Pipar-TBWA.
Darri og Guðmundur kynntu markaðsgreiningu fyrir Reykjanesið en vinna við hana hófst í byrjun árs. Opinn kynningarfundur á markaðsgreiningunni verður haldin í næstu viku fyrir alla hagaðila. - Fjárhagsáætlun SSS 2026.
Fjárhagsáætlun S.S.S. vegna ársins 2026 lögð fram.
Beiðnir um styrk bárust frá Rauða krossinum (v. frú Ragnheiðar) og Bláa hernum.
Stjórn S.S.S. samþykkir að styrkja frú Ragnheiði um 1,5 mkr. vegna ársins 2026 og Bláa herinn um 500 þúsund.
Fjárhagsáætlun samþykkt og framkvæmdastjóra falið að senda hana á aðildarsveitarfélög.
- Aðalfundur 2025
a. Ályktanir.
• Fjölbrautaskóli Suðurnesja
• Fjárframlög til Suðurnesja
• Samgöngumál – almenningssamgöngur og tvöföldun Reykjanesbrautar
• Brottfarar- og móttökustöð á Suðurnesjum
b. Breytingar á samþykktum, tillaga frá Reykjanesbæ.
Í samræmi við bókun á stjórnarfundi nr. 814 leggur Reykjanesbær fram tillögu að breyting á 5.gr.samþykkta Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og er hún eftirfarandi „Reykjanesbær skipar formann stjórnar en stjórn skiptir að öðru leyti með sér verkum“.
c. Önnur atriði.
Reykjanesbær tilnefnir tvo fundarstjóra og tvo ritara en ráðinn verður fundarskrifari.
Stjórn S.S.S. samþykkir að bjóða sviðsstjórum sveitarfélaganna að hlýða á erindi fundarins sem eiga við þeirra verksvið. Stjórn S.S.S. sendir framkvæmdastjóra upplýsingar um gesti.
- Stöðuskýrsla – Almyrkvi 2026 á Reykjanesi.
Stöðuskýrsla lögð fram til upplýsinga. - Tölvupóstur dagsettur 2. september 2025 frá Byggðastofnun, Grænbók um byggðamál – umræðuskjal fyrir opið samráð.
Lagt fram. - Drög að atvinnustefnu 2026-2030 fyrir Suðurnes.
Í samræmi við uppfærðar samþykktir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var stjórn falið að vinna stefnumótandi áætlanir fyrir Suðurnes. Atvinnustefna 2026-2030 tekur mið að Svæðisskipulagi Suðurnesja, Sóknaráætlun Suðurnesja, áhersluverkefnum Sóknaráætlunar og nýsamþykktri atvinnustefnu Reykjanesbæjar. Drögin verða send sveitarfélögunum til yfirlestrar en stefnt verður að því að halda vinnustofu um leið og umsagnir liggja fyrir. - Efnahagsleg áhrif Keflavíkurflugvallar 2025-2030. Drög – Berglind Kristinsdóttir.
Kallað hefur verið eftir úttekt frá Isavia á efnahagslegum áhrifum Keflavíkurflugvallar á nærsvæði flugvallarins.
Framkvæmastjóri S.S.S. vann stutta samantekt fyrir fund með Innviðaráðherra þessa efnis. Ljóst er að fjölgun farþegar hefur mikið áhrif inn í íslenskt efnahagskerfi en rekja má 25-28% gjaldeyristekna beint eða óbeint til hans.
Varfær spá gerir ráð fyrir 4,6% fjölgun flugfarþega til ársins 2030 (8,38 m. farþega í 8,83 m.). Ef háspá er skoðuð má búast við því að farþegafjöldi geti farið í 9,25 m eða 10,4% aukningu. Það má því gera ráð fyrir því að bein störf tengd Keflavíkurflugvelli verði á bilinu 7-8000 árið 2030 en bein og óbein störf verði á bilinu 14-15000 á sama tímabili.
- Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Berglind Kristinsdóttir
Björn Sæbjörnsson Ásrún H. Kristinsdóttir