Vetrarfundur S.S.S. 28. mars 2014
Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
haldinn 28. mars 2014 að Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
Dagskrá:
Kl. 14:30 Skráning og kaffi.
Kl. 15:00 Fundarsetning
Kl. 15:10 Ferðaþjónusta á Suðurnesjum – atvinnuvegur framtíðar?
Fyrirspurnir og umræður
Kl. 15:40 Suðurnes – Framtíðarsviðsmyndir
Fyrirspurnir og umræður
Kl. 16:10 Sveitarfélög á Suðurnesjum – geta til framtíðaruppbyggingar
Fyrirspurnir og umræður
Kl. 16:40 Lok umræðna
Kl. 18:00 Fundarslit
Léttar veitingar í boði KPMG.
1. Mæting sveitarstjórnarmanna eftir sveitarfélögum er þannig:
Reykjanesbær – 9
Sandgerði – 4
Garður – 4
Vogar – 2
Grindavík – 3
Gestir á fundinum voru 8.
2. Ásgeir Eiríksson, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Auk þess sem Ásgeir tók að sér fundarstjórn.
3. Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG en hann hefur mikið unnið í greiningum fyrir ferðaþjónustuna. Erindi Benedikts ber heitið Ferðaþjónusta á Suðurnesjum – atvinnuvegur framtíðar? Auk þess spyr Benedikt þeirrar spurningar hvort ferðamannaflóðið sé illa nýtt náttúruauðlind.
4. Sævar Kristinsson, verkefnastjóri og sérfræðingur í sviðsmyndagreiningu á ráðgjafarsviði KPMG. Erindi Sævars ber heitið Suðurnes – Framtíðarsvipmyndir. Í lok erindis Sævars sýndi hann myndband um sviðsmyndir fyrir Suðurnesin, sem gert var á árunum 2010-2011.
5. Oddur G. Jónsson, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG, en hann þekkir vel til fjárhagsstöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum og mun fara yfir stöðuna. Erindi Odds ber heitið Sveitarfélög á Suðurnesjum – geta til framtíðaruppbyggingar.
KPMG hefur verið að skoða fjárfestingar og fjármögnun sveitarfélaga á landinu eftir upplýsingum úr gagnagrunni sveitarfélaga sem byggir á ársreikningum þeirra á árunum 2002 til 2012.
Eftir hvert erindi voru fyrirspurnir og umræður. Sveitarstjórnarmenn báru fram fyrirspurnir og komu með innlegg sem úr varð samtal milli sveitarstjórnarmanna og þeirra sem erindin fluttu.
Fundarstjóri gaf orðið laust um dagskrármálin og önnur mál. Til máls tóku Árni Sigfússon, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Sigrún Árnadóttir, Friðjón Einarsson og Kristinn Jakobsson.
Í lokin þakkaði formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum KPMG fyrir að bjóða sveitarstjórnarmönnum til þessa fundar. Sveitarstjórnarmönnum þakkaði hann fyrir komuna og sleit þessum hluta fundarins kl. 16:50.
Þá voru bornar fram veitingar. Fundi endanlega lokið kl. 18:00.
Fleira ekki gert.
Björk Guðjónsdóttir, fundarritari.