fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Reykjanes UNESCO Global Geopark

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.

Með því að vekja athygli á mikilvægum jarðminjum í sögu- og samfélagslegu samhengi, stuðlar Reykjanes Geopark að sterkari staðarvitund íbúa og styrkir þannig samband þeirra við svæðið. Með frumkvöðlastarfi í atvinnurekstri, nýjum störfum og öflugri fræðslu um jarðferðamennsku er ýtt undir nýjar tekjulindir jafnframt því að vernda jarðfræðilegar auðlindir svæðisins.

Verkefnastjóri Reykjanes Geopark er Daníel Einarsson.

reykjanesgeopark.is