Tillaga að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur samþykkt að auglýsa tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040 ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Svæðisskipulagið mótar stefnu og leikreglur skipulagsyfirvalda fyrir þau málefni sem eru mikilvæg fyrir Suðurnes og ná til hagsmuna fleiri en eins aðila í svæðisskipulagsnefndinni.
Margvíslegar breytingar hafa orðið á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðiðað endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um auðlindir, samgöngur og veitur, atvinnu og samfélag. Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til náttúruvár, loftslagsmála, auðlinda, innviða og heimsmarkmiða.
Tilgangur með endurskoðun svæðisskipulagsins er jafnframt að draga fram mikilvægi þeirra fyrir hagsmuni Suðurnesja og móta þá umgjörð sem þarf að fylgja til að tryggja fjölbreyttahagsmuni samfélags, umhverfis og efnahags. Svæðisskipulagsnefnd leggur hér fram tillögu svæðisskipulags.
Tillagan og önnur skipulagsgögn eru aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is). Öll geta kynnt sér tillögu að svæðisskipulaginu og veitt umsögn í gegnum skipulagsgáttina til og með 30. janúar 2026.
Svæðisskipulagsnefndin vonast til þess að sem flest kynni sér þá stefnumörkun sem unnið hefur verið að fyrir Suðurnesin og þær áherslur og aðgerðir sem talið er nauðsynlegt að ráðast í á næstu árum til að ná settum markmiðum.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.