fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Sveitarfélagsins Voga.

Sambandið sinnir hagsmunagæslu og þjónustu fyrir svæðið allt og starfar í samvinnu við önnur landshlutasamtök, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila.

Markmið

  • að efla samvinnu sveitarfélaga og auka þekkingu sveitarstjórnarmanna á verkefnum sveitarstjórna
  • að vinna að hverjum þeim verkefnum sem aðildarsveitarfélög eða löggjafinn kunna að fela þeim
  • að styrkja stöðu aðildarsveitarfélaganna á landsvísu
  • að stuðla að eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum

Málaflokkar eru m.a. byggðaþróun, atvinnuþróun og nýsköpun, ferðaþjónusta, ferðaþjónusta og umhverfismál.

SSS er regnhlíf yfir önnur samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Dæmi um það eru Svæðisskipulag Suðurnesja, Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Unesco Geopark. Sambandinu er heimilt að stofna og starfrækja ráð og nefndir til að sinna afmörkuðum verkefnum og hafa samvinnu um vinnu við tiltekna málaflokka á grundvelli samninga.

Skrifstofa SSS annast fjármál, bókhald og ýmsa þjónustu fyrir samreknar stofnanir sveitarfélaganna á Suðurnesjum:

Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Almannavarnarnefnd Suðurnesja