fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Verkefni

Sambandið leiðir verkefni sem unnin eru þvert á svæðið í samstarfi við ríki og sveitarfélög á Suðurnesjum.

Sóknaráætlun Suðurnesja
Sóknaráætlun Suðurnesja er liður í sóknaráætlunum landshluta sem ætlað er að einfalda og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi, hagkvæmni, hlutlægni og skilvirkni við úthlutun og umsýslu fjárveitinga úr ríkissjóði sem ekki fara til lögbundinna verkefna í landshlutum

Sóknaráætlun er unnin á fjöggurra ára fresti í samstarfi við helstu hagsmunaaðila á Suðurnesjum og almenning sem koma að stefnumótavinnu fyrir landshlutann. Áhersluverkefni fyrir Suðurnes byggja á Sóknaráætlun Suðurnesja.

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður sem styður við menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Sjóðurinn auglýstir eftir umsóknum einu sinni að hausti og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja og reglum sjóðsins.

Atvinnuþróun- og nýsköpun
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja styður við atvinnuþróun á Suðurnesjum í samstarfi við einstaklinga, fyirrtæki, samtök, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Hún er leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Suðurnesjum með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri, kkynna fjárfestingarkosti og efla Suðurnes sem eftirsóttan valkost til búsetu.

Svæðisskipulag Suðurnesja
Svæðisskipulag Suðurnesja er sameiginleg stefna um mikilvæg hagsmunamál fyrir Suðurnesin í heild sem og einstök sveitarfélög.

Allir aðilar sem hafa skipulagsvald á Suðurnesjum eiga fulltrúa í samvinnunefndinni og eru þeir: Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar og Varnarmálastofnun, en Landhelgisgæsla Íslands tók síðar yfir hlutverk hennar. Auk þessara aðila á fulltrúi Skipulagsstofnunar sæti í samvinnunefndinni.

Áhersla samvinnunefndarinnar hefur verið á sameiginlega hagsmuni Suðurnesja og stefnumörkun um þá. Svæðisskipulagið markar stefnu um helstu hagsmuni Suðurnesja, sem snúa að landnotkun og þær aðgerðir sem aðilar samvinnunefndarinnar þurfa að vinna eftir, sem heild eða í minni hópum.

Velferðarnet Suðurnesja
Velferðarnet Suðurnesja er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum og fjögurra ríkisstofnana sem eru í beinni þjónustu við íbúa á Suðurnesjum, þ.e. Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Lögreglunnar, Sýslumanns og Vinnumálastofnunar.

Velferðarnet Suðurnesja stuðlar að auknum lífsgæðum íbúa í formi virkni og vellíðanar með því að auka tækifæri til félagslegrar þátttöku og atvinnu.