Svæðisskipulag Suðurnesja
Svæðisskipulag Suðurnesja er landnotkunaráætlun fyrir fimm sveitarfélög Suðurnesja, Sveitarfélögin Garð, Voga, Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ og Sandgerðisbæ. Auk þeirra nær skipulagið til Landhelgisgæslunnar og Keflavíkurflugvallar.
Svæðisskipulagið er samræmd stefna sveitarfélaganna fyrir tímabilið 2008 – 2024 um sameiginleg hagsmunamál Suðurnesja. Stuðlað er að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu auðlinda svæðisins fyrir heildina og sameiginlegri framtíðarsýn sveitarstjórna, íbúa og annarra hagsmunaaðila í efnahagslegri, félagslegri og menningarlegri þróun sveitarfélaganna. Megin viðfangsefnin snúa að atvinnu, auðlindum og auðlindanýtingu, náttúruvernd, samgöngum og veitum.
ENDURSKOÐUN
Frá staðfestingu Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um auðlindir, samgöngur og veitur, atvinnu og samfélag. Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til náttúruvár, loftslagsmála, auðlinda, innviða og heimsmarkmiða.
Opnað hefur verið fyrir umsagnir um tillöguna inn í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en hægt er að senda inn umsagnir til 24.01.2025.
Tillaga að endurskoðun