fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Web Summit Vancouver

Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Kanada og KLAK, skipuleggur í fyrsta skipti sendinefnd á Web Summit Vancouver.

Þú getur komið með sem almennur þátttakandi, en ef fyrirtæki þitt er ekki eldra en fimm ára geturðu sótt um þátttöku í sprotadagskrá Web Summit. Þá færðu þrjá aðgöngumiða, lítinn sýningarbás, fundi með fjárfestum og tækifæri til að sækja um þátttöku í pitch keppni, handleiðslu og þjálfun á hagstæðum kjörum.

Um er að ræða þrjá verðflokka, allt eftir þroska sprotanna. Í kjölfar umsóknar um þátttöku hefur fulltrúi Web Summit samband og metur hvort fyrirtækið falli í einhvern af þremur flokkum (ALPHA, BETA eða GROWTH).

ALPHA – Miðaverð CAD $790. Fyrirtæki sem hafa fengið ≤1 milljón USD í fjármögnun
BETA – Miðaverð CAD $1.495. Fyrirtæki sem hafa fengið ≤ 5 milljónir USD í fjármögnun
GROWTH – Miðaverð CAD $3.495. Fyrirtæki sem hafa fengið meira en 5 milljónir USD í fjármögnun, en einnig er tekið tillit til endurtekinna árlegra tekna og teymis.

Allir þátttakendur í sprotadagskrá þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Fyrirtæki ekki stofnað fyrir meira en fimm árum
  • Hafa þróað eigin hugbúnað eða lausn eða vera að vinna að eigin vélbúnaði
  • Vera sjálfstætt fyrirtæki, þ.e. ekki dótturfyrirtæki stærra fyrirtækis
  • Hafa eigið lógó aðgengilegt á .eps formi
  • Hafa eigin vefsíðu
  • Ekki vara skráð sem sýnandi á viðburðinum


Skráðu þig hér að neðan fyrir 3. febrúar ef þú vilt slást í hópinn. Ef þú sækir um í sprotadagskrá hefur fulltrúi Web Summit samband í kjölfarið.

Skrá þátttöku

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is

Web Summit Vancouver er einn mikilvægasti tækniviðburðurinn í Norður-Ameríku. Þar hittast þúsundir sprota, vaxtarfyrirtækja, fjárfesta og áhrifafólks úr tæknigeiranum víðs vegar að úr heiminum. Web Summit er því kjörið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að kynna sig fyrir aðilum í leit að nýrri tækni, samstarfs – og fjárfestingatækifærum, og hraða alþjóðlegum vexti.