fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Stöðugreining landshluta 2024

Suðurnes eru næst þéttbýlasta svæði á landinu á eftir Höfuðborgarsvæðinu og þar hefur íbúum jölgað um tæplega fimmþúsund frá árinu 2019, þar af hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað um tæp þrjú þúsund. Íbúar með erlent ríkisfang eru hlutfallslega flestir á Suðurnesjum miðað við aðra landshluta eða tæplega 27% af heildar íbúafjölda.

Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landshluta sem unnin er af Byggðastofnun. Suðurnes hafa glímt við miklar breytingar á síðustu árum, bæði mikla fólksfjöklgun og náttúruvá sem gert hefur það að verkum að heilt bæjarfélag þurfti að flytja brott. Þau áhrif koma hins vegar ekki fram í þessari úttekt þar sem þær opinberu tölur sem til eru sýna áhrifin ekki enn.

Í stöðugreiningunni er m.a. að finna upplýsingar um mannfjöldaþróun, íbúasamsetningu, störf, kynjaskiptingu, menntun, tekjur og fleira.

Fiskveiðar og vinnsla hafa verið sögulega mjög sterk á svæðinu en blikur eru á lofti þar vegna tíðra náttúruhamfara á síðastliðnu ári. Ferðaþjónusta er stór atvinnuvegur og fer sífellt stækkandi, þá aðallega í kringum alþjóðaflug á Keflavíkurflugvelli. 

Suðurnes sker sig verulega úr með næstum tvöfalt fleiri fæðingar umfram dauðsföll miðað við Norðurland eystra á tímabilinu. Verslun og þjónusta er stór atvinnuvegur í landshlutanum auk ferðaþjónustu sem byggst hefur hratt upp á síðustu árum. Fiskveiðar og -vinnsla auk landbúnaðar og annarrar matvælaframleiðslu er stór þáttur í atvinnu íbúa landshlutans. 

Stöðugreining fyrir Suðurnes 2024