fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Grindavík – saman í sókn

Verkefnið Grindavík – Saman í sókn er að hefjast og býður atvinnurekendum í Grindavík að taka virkan þátt í sameiginlegri sókn til framtíðar.
Verkefnið er vettvangur fyrirtækja í Grindavík til að styrkja eigin starfsemi, efla samstarf og samtal og vinna saman að endurreisn og nýsköpun í atvinnulífi bæjarins.

Lögð er sérstök áhersla á ferðaþjónustu, bláa hagkerfið, iðnað og tengda þjónustu.

Markmiðið er að skapa lifandi rými fyrir þekkingarmiðlun, jafningjarýni og þróun hugmynda sem leiða til aukinnar verðmætasköpunar, nýrra tækifæra og traustari framtíðar fyrir fyrirtæki í Grindavík.

Á tímabilinu október 2025 til febrúar 2026 verða haldnar sex vinnustofur – fjórar rafrænar og tvær staðbundnar í Grindavík. Þátttakendur velja sjálfir þau þemu sem skipta þá mestu máli og fá aðgang að lokuðu vinnusvæði verkefnisins með sérfræðiefni, verkefnum og stuðningi.

Grunnstef verkefnisins er að efla samkeppnishæfni, sjálfbærni og samstarf innan atvinnulífsins í Grindavík.
Verkefnið er unnið í samstarfi Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæ og Íslenska ferðaklasans.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 24. október.
📍 Opin kynning verður haldin í Gjánni í Grindavík kl. 12:00–14:00 þann 22. október.

➡️ Skráðu þig til þátttöku hér.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá ráðgjöfum SSS í síma 420 3288;  Dagný hjá Atvinnuþróunarfélaginu Heklunni, dagny@heklan.is og Þuríði hjá Markaðsstofu Reykjaness, thura@visitreykjanes.is.