fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll

Á 37. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum  sem fram fór dagana 11.-12. október 2013 var tveimur tillögum sem snéru að nýtingu Keflavíkurflugvallar með tilliti til innanlandsflugs vísað til stjórnar SSS. Stjórn SSS fjallaði um tillögurnar á fundi sínum 24. október 2013.

Í fundargerð er eftirfarandi bókun: Stjórn S.S.S. leggur til að Heklunni verði falið að vinna athugun á möguleikum og hagkvæmni þess að flogið verði innanlands með ferðahópa beint frá Keflavíkurflugvelli, óháð því hvort innanlandsflug verði áfram stundað í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða ekki. Jafnframt er lagt til að kannað verði hvaða afleiðingar það hefði fyrir Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflugið myndi leggjast af á Reykjavíkurflugvelli eða breytast frá því sem er í núverandi mynd.

Í þeirri skýrslu sem hér er komin fram er leitast við að svara þeim spurningum sem fram koma í bókun stjórnar SSS, þ.e. möguleikum þess að fljúga með ferðahópa til og frá Keflavíkurflugvelli, óháð framtíðar staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugs og hvaða áhrif það hefði á Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflug yrði lagt af á Reykjavíkurflugvelli. Stuðst var við þau gögn sem áður hafa verið gefin út um mögulegt brotthvarf Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegan flutning miðstöðvar innanlandsflugs til Keflavíkur. Einnig var rætt formlega og óformlega við ýmsa hlutaðeigandi aðila.

Attachments