fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður úthlutar styrkjum

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2022. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október sl. Umsóknir sem bárust voru samtals 52 talsins og hljóðuðu  styrkbeiðnir upp á rúmlega 146 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 45.000.000 til 30 verkefna.

Í byrjun athafnar flutti Alexandra Chernyshova sópransöngkona og tónskáld brot úr verkum sínum en um undirleik sá Einar Bjartur Egilsson. Alexsandra var jafnframt ein þeirra sem hlaut styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

  • Skiptingin milla flokka er með þessum hætti:
  • Stofn og rekstur fá úthlutað 3.700.000. kr.
  • Menning og listir fá úthlutað 17.800.000. kr.
  • Atvinnu- og nýsköpun fær úthlutað 21.500.000. kr.

Menningarverkefnið Ferskir Vindar er með þriggja ára samning og fékk nú úthlutað þriðja árið af samningnum eða  kr. 2.000.000. kr.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk.

Nr. 1. Óskabrunnarnir þrír í Innri Njarðvík. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Gunnar Ellert Geirsson. Flokkur: Stofn og rekstur.

Verkefnið snýst um að þrír brunnar munu verða lagfærðir og gerðir aðgengilegir með göngustígum úr náttúrugrjóti sem mun falla að útliti og hleðslutækni brunnana. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.700.000.

Nr. 2. Verzlun Þorláks Benediktssonar Akurhúsum. Umsækjandi: Suðurnesjabær verkefnastjóri: Margrét I. Ásgeirsdóttir. Flokkur: Stofn og rekstur

Verkefnið lýtur að því að gera upp Verzlun Þorláks Benediktssonar, sem var í rekstri að Akurhúsum í Garði frá 1921-1972, og gera aðgengilega gestum að nýju. Að kynna íbúum og gestum verzlunar- og atvinnusögu í Garði og Sandgerði frá fyrri tíð. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 3. Uppbygging á Bakka – áframhaldandi innanhús #3.  Umsækjandi: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Marta Karlsdóttir. Flokkur: Stofn og rekstur.

Helstu markmið verkefnisins er að byggja upp innviði Bakka. Koma því í gott stand svo hægt sé að opna það sem safn. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 4. Merking gamalla húsa í Garðinum.  Umsækjandi og verkefnastjóri: Ásgeir Magnús Hjálmarsson. Flokkur: Menning.

Verkefnið snýst um að varðveita og skrásetja sögu gamalla húsa í sveitarfélaginu Garði í Suðurnesjabæ. Mikilvægt er að vernda þá sögu og kynna hana fyrir komandi kynslóðum og íbúum í sveitarfélaginu ásamt ferðamönnum sem heimsækja Garðinn.Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.800.000.

Nr. 5. Jazzfjélag Suðurnesjabæjar – tónleikaröð. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halldór Lárusson. Flokkur: Menning.  

Verkefnið snýst um að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum. Styðja við og styrkja íslenskt tónlistarlíf og tónlistarmenntun á Suðurnesjum. Skapa vettvang fyrir ungt og upprennandi tónlistarfólk til að koma fram sem og reyndara tónlistarfólk. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.

Nr. 6. Kynning á bókmenntaarfinum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að kynna bókmenntaarfinn, minna á gamla og góða höfunda og bókmenntaverk, kynna yngri höfunda og verk þeirra, leggja áherslu á læsi og mikilvægi lesturs og auka með því þekkingu almennings á bókmenntum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700.000.

Nr. 7. Safnahelgi á Suðurnesjum. Umsækjandi: Grindavíkurbær. Verkefnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson. Flokkur: Menning.

Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli landsmanna á metnaðarfullu safna- og menningarstarfi á Suðurnesjum með því að bjóða ókeypis aðgang að helstu söfnum og setrum á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.000.000 í þrjú ár. Samtals kr. 9.000.000.

Nr. 8. Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Flokkur: Menning.

Verkefnið lýtur að því að skapa vettvang fyrir fjölskyldur á Suðurnesjum til að njóta listsköpunar barna með skemmtilegum viðburðum og sýningarhaldi, þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 9.Eldgosið í Fagradalsfjalli. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson Flokkur: Menning.

Heimildarmynd um eldgosið í Fagradalsfjalli frá því að það hófst og þangað til því lauk. Í myndinni verður fléttað saman myndefni og viðtölum við ýmsa aðila.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.

Nr. 10. Sálmaskáldið sr.Hallgrímur Pétursson. Umsækjandi: Margrét Tómasdóttir. Verkefnastjóri: Dr. Daníel Ólason. Flokkur: Menning.

Verkefnið snýst um að koma upp sýningu á Hvalsnesi sem kynni og segi merka sögu sr. Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og Guðríðar Símonardóttur (Tyrkja -Guddu) eiginkonu hans. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.300.000.

Nr. 11. Graffiti veggur. Umsækjandi og verkefnastjóri: Lína Rut Wilberg. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnis er að byggja upp ævintýraveröld tengd minni list. Graffitti veggur er einn liður af mörgum í því.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 300.000.

Nr. 12. Íslenska Bítlið í Stórsveitarstíl. Umsækjandi: Stórsveit Íslands. Verkefnastjóri: Eggert Björgvinsson. Flokkur: Menning.

Verkefnið lýtur að því  að viðhalda þeim menningararfi sem við eigum á Íslandi. Talið er að verkefnið hafi talsvert menningarlegt gildi. Útsett verða þekkt lög frá því tímabili sem oft er kallað Keflvíska Bítlið. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 13. Suður með sjó. Umsækjandi og  verkefnastjóri: Páll Ketilsson. Flokkur. Menning.

Með sýningu sjónvarpsþáttanna Suður með sjó er verið að vekja athygli á fjölbreyttu mannlífi í sinni víðustu mynd á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 14. Tónleikaröð í Hvalsneskirkju. Umsækjand og verkefnastjóri: Magnea Tómasdóttir. Flokkur: Menning

Tónleikaröðin, Tónar í Hvalneskirkju, eru tónleikar þar sem fremstu listamenn klassískrar tónlistar koma fram. Haldnir verða fimm tónleikar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.

Nr. 15. Mozart Requiem.  Umsækjandi og verkefnastjóri: Jóhann Smári Sævarsson. Flokkur: Menning .

Norðuróp í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og DansKompaní flytja sálumessu Mozarts. Mozart Requiem er kórverk fyrir kór, sinfoníuhljómsveit og fjóra einsöngvara, yfirleit flutt í stórri kirkju. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.500.000.

Nr. 16. Stelpur filma á landsbyggðinni! Umsækjandi og verkefnastjóri: Inga Margrét Flokkur: Menning.

Stelpur filma á landsbyggðinni er verkefni þar sem stelpur í 8. og 9. bekk læra undirstöðuatriði í kvikmyndagerð, undir tryggri leiðsögn virtustu handritshöfunda og kvikmyndagerðakvenna landsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800.000.

Nr. 17. Vita- sjóslysasýning við Reykjanesvita. Umsækjandi: Hollvinasamtök reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Eiríkur P. Jörundsson. Flokkur: Menning.

Markmið er að vekja athygli á merkri sögu Reykjanesvita og sjóslysa sem voru ástæða þess að viti var reistur á þessum stað árið 1878 og var fyrsti viti landsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1.000.000.

Nr. 18. Líð ég burt frá landi. Umsækjandi og verkefnastjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir. Flokkur: Menning.

Tónleikar í Grindavíkurkirkju með frumsömdum lögum og textum eftir Kristínu Matthíasdóttur, í útsetningu Bertu Drafnar. Grindavíkurdætur sjá um tónlistarflutninginn undir stjórn Bertu við meðleik Ingunnar Hildar Hauksdóttur píanóleikara. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 19. Samstarf Listasafns Reykjanesbæjar og Listaháskóla Íslands. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Helga Þórsdóttir. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að kynna Listasafn Reykjanesbæjar fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan listgreina á Íslandi. Eins ætti sýning meistaranema í sýningagerð að vekja áhuga meðal almennra sýningargesta bæði úr nærumhverfi safnsins og af höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.

Nr. 20. Óperuballett fyrir börn um Jólasveinana þrettán – tónsmíð. Umsækjandi og verkefnastjóri: Alexandra Chernyshova. Flokkur: Menning.

Óperuballett fjallar um íslensku Jólasveinana þrettán, fyrir börn og fullorðna og verður i tveimur þáttum. Óperan verður samin fyrir óperu einsöngvarar, ballett dansarar, kór og hljómsveit. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500.000.

Nr. 21. Grindavíkurskip – tíróinn áttæringur með grindavíkurlagi. Umsækjandi: Óskar Sævarsson. Verkefnastjóri: Ólafur R Sigurðsson. Flokkur: Menning.

Markmið verkefnisins er að smíða eftirlíkingu í fullri stærð af áttæringnum Geir úr Staðarhverfi, sem brann 1993 ásamt þorra bátasafns Þjóðminjasafnsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 22. Möguleikar á nýtingu jarðhitakísils frá Reykjanesvirkjun. Umsækjandi: GeoSilica Iceland hf. Verkefnastjóri: Burkni Pálsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun .

Markmið verkefnisins er leita tækifærum til að skapa frekari verðmæti úr kísil og jafnvel öðrum efnum í affallsvatninu sem falla til við Reykjanesvirkjun í samstarfi við HS Orku. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2.000.000.

Nr. 23. Saltberg – sælkera sjávarsaltflögur. Umsækjandi: Saltberg. Verkefnastjóri: Erla Sigurlaug Sigurðardóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Saltberg ætlar að framleiða umhverfisvænar handgerðar sælkera sjávarflögur úr hreinum bergsíuðum íslenskum sjó. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.500.000.

Nr. 24. 22.10 Brugghús. Umsækjandi og verkefnastjóri: Steinþór Júlíusson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Helstu markmið þessa verkefnis er að standsetja til fulls handverksbrugghús og bar. Með því að vera í samstarfi við aðra aðila í ferðaþjónustu á svæðinu mun verkefnið gera Grindavík að eftirsóknarverðari stað til að heimsækja. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000.

Nr. 25. GeoLab – Færanlegar rannsóknarstöðvar á Reykjanesinu. Umsækjandi og  verkefnastjóri: Arnbjörn Ólafsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

GeoLab mun vinna að gerð og miðlun handbóka, leiðbeininga og verkefna til fræðslu og rannsóknarstarfsemi á Reykjanesinu. Auk þess sem verkefnið miðar að undirbúningi og hönnun á færanlegum rannsóknarstöðvum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 26. Útrás með Lífsalt úr íslenskri náttúru. Umsækjandi: Arctic Sea Minerals ehf. Verkefnastjóri: Egill Þórir Einarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið snýr að hefja útrás með Lífsalt sem einstaka vöru framleidda úr íslenskum náttúrulegum hráefnum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.000.000.

Nr. 27. Björgunarnet Stakkur. Umsækjandi: Sæmundur Heimir Guðmundsson. Verkefnastjóri: Jón Helgason.  Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að öryggi allra þeirra sem sækja eða vinna við jarðböð og aðra staði þar sem ekki sést til botns. Verkefnið mun einfalda leit og björgun. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000.

Nr. 28. Vöruþróun og markaðssetning Litla brugghússins. Umsækjandi: Litla brugghúsið. Verkefnastjóri: Guðjónína Sæmundsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og  nýsköpun.

Verkefnið snýr að því  að þróa vörulínu fyrirtækisins og gera hana heildstæða, þróa nýjar vörur, gjafapakningar og vörur tengdar brugghúsinu. Einnig markaðssetningaráætlun og markaðssetja vörur brugghússins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1.250.000.

Nr. 29. Öryggiskrossinn – The Safety Kross. Umsækjandi: Mannvirki og malbik ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Ingi Kristófersson.   Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að þróun Öryggiskrossins sem  er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.500.000.

Nr. 30. Mermaid – Geothermal Seaweed Spa. Umsækjandi: Mermaid ehf. Vekefnastjóri: Bogi Jónsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun.

Verkefnið lýtur að þróun á vandaðri lúxus heilsulind við sjávarsíðuna þar sem boðið verður upp á sérhæfð böð og heilsumeðferðir. Lokamarkmiðið er bygging og rekstur lúxus heilsulindar og veitingahúss. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.5.000.000.