fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum

Uppbyggingarsóður Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum en markmið sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður, auglýst er reglulega eftir umsóknum og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við árið 2017 og einungis er um eina úthlutun fyrir árið að ræða.Hægt er að sækja um styrki í eftirfarandi flokkum:Styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarStyrkir á sviði menningar og listaStofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningarmála
Umsóknareyðublöð eru á vef Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum heklan.is. Á vefsíðunni má einnig kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og Sóknaráætlun Suðurnesja.Umsóknarfrestur er til 31. október 2016.