fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

360. fundur SSS 25. ágúst 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 25. ágúst kl. 15.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Bjarni Andrésson, Kristján Pálsson, Ólafur Gunnlaugsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 15/8 1994 frá stjórn Grindvíkurdeildar Rauðakross Íslands þar sem óskað er eftir fjárveitingu kr. 60.000.- vegna bólusetningar sjúkraflutningamanna.
Samþykkt að greiða kostnað vegna bólusetningar og verði það tekið af liðnum “sérstök verkefni” á fjárhagsáætlun S.S.S.

2. Bréf dags. 19/8 1994 frá Kristni Hilmarssyni þar sem hann biðst undan því að vera tilnefndur varamaður í stjórn Svæðisráðs fatlaðra á Reykjanesi.
Samþykkt að kjósa varamann á næsta fundi.

Björgvin Lúthersson mætti á fundinn.

3. Bréf dags. 22/8 1994 frá Jóhanni Einvarðssyni framkv.stj. SHS þar sem stjórn S.H.S. óskar eftir því að framkvæmdastjóri S.H.S. starfi með starfshópi til viðræðna við Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um D-álmu.
Við skipun starfshópsins var gert ráð fyrir að samstarf yrði haft við framkvæmdastjóra S.H.S. eftir því sem þurfa þykir.

4. Skólaakstur fatlaðra til höfuðborgarsvæðisins skólaárið 1994 – 95.  Framhald frá síðasta fundi þar sem aðeins 2 sveitarfélög eru með þörf fyrir skólaakstur fatlaðra, telur stjórnin honum best komið hjá þeim og hefur ekki frekari afskipti af málinu.

5. Húsnæðismál samrekinna stofnana. Framhald frá síðasta fundi.  Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir að skipulagi á skrifstofuhúsnæði á Fitjum.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er ljóst að húsnæðið getur hentað undir núverandi starfsemi S.S.S. og H.E.S. ásamt hugsanlegum viðbótum (A.S., F.S.S.). 
Stjórnin ákvað að skipa viðræðuhóp:
Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson og Guðjón Guðmundsson.

Björgvin Lútherssson vék af fundi.

6. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Framhald frá síðasta fundi.  Samþykkt að S.S.S. aðstoði við kynningu á námskeiðinu eins og óskað er eftir.

7. Frumvarp til laga um vinnumiðlun og fl.  Lagt fram á síðasta fundi.  Stjórn S.S.S. mælir með samþykkt frumvarpsins en áréttar að Suðurnes sé eitt atvinnusvæði og verði það áfram í skilningi þess hugtaks í lögunum.

8. Drög að ársreikningi S.S.S. 1993.  Lögð fram og kynnt.

Bjarni Andrésson vék af fundi.

9. Aðalfundur S.S.S. 1994.
Dagskrá aðalfundar, mál sem tekin verða fyrir á fundinum,  frummælendur og  annað varðandi aðalfundinn.
Meginefni fundarins verða atvinnumál, samstarf sveitarfélaganna og  umhverfismál.

10. Málefni D-álmu.
Stjórn S.S.S. samþykkir að beita sér fyrir því að sveitarfélögin á Suðurnesjum fjármagni byggingu D-álmu við S.H.S. enda náist samkomulag um nánari útfærslu.  Viðræðunefnd S.S.S. er falið að koma ofangreindu á framfæri við heilbrigðisráðherra í þeim viðræðum sem framundan eru samanber bréf ráðuneytisins frá 19. maí 1994 þar sem fram kom ósk um viðræður um fjáramögnun og flýtingu verkloka.

11. Sameiginleg mál.
Bréf dags. 26/8 1994 frá bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna varðandi kynnisferð til frísvæðis í Shannon.
Stjórn S.S.S. samþykkir að greiða allt að helming af uppsettu kynningargjaldi (vegna fyrirlesara og skipulags) frísvæðisins í Shannon.

 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15.