fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

359. fundur SSS 11. ágúst 1994

Árið 1994  er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 11. ágúst kl. 15.00.

Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Kristján Pálsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnar B.S. frá 26/6 1994.  Lögð fram.

2. Fundargerðir stjórnar S.S. frá 25/7 og 4/8 1994.  Lagðar fram.

3. Fundargerð undirbúningsnefndar ráðstefnu um æskulýðsmál frá 23/6 1994.  Lögð fram og samþykkt.

4. Bréf dags. 1/7 1994 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps óskar eftir viðræðum við hin sveitarfélögin á svæðinu um atvinnumál á sameiginlegum grunni.
Stjórn S.S.S. tekur undir með hreppsnefndinni að nauðsynlegt sé að ræða þessi mál á sameiginlegum grunni.  Framkvæmdastjóra falið að skrifa sveitarstjórnum og óska eftir afstöðu þeirra til atvinnumála og þeirra stofnana sem nú gegna hlutverki á  því sviði á sameigin-legum grunni.

Björgvin Lúthersson mætti á fundinn.

5. Bréf dags. 12/7 1994 frá Rekstri og ráðgjöf h.f. varðandi námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.  Skrifstofu S.S.S. falið að kanna fjölda sveitarstjórnarmanna sem kynnu að taka þátt í slíku námskeiði.  Afgreiðslu frestað þar til upplýsingarnar liggja fyrir.

6. Bréf dags. 27/7 1994 frá stjórn Brunavarna Suðurnesja þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu kr. 160.000.- vegna bólusetningar starfsmanna B.S. 
Samþykkt að greiða kostnað vegna bólusetningar og verði það tekið af liðnum “sérstök verkefni” á fjárhagsáætlun S.S.S.

7. Bréf dags. 3/8 1994 frá Sigurði Val Ásbjarnarsyni bæjarstjóra ásamt frumvarpi til laga um vinnumiðlun.  Málinu frestað til næsta fundar.

8. Bréf dags. 9/8 1994 frá Magnúsi Guðfinnssyni.
Stjórn S.S.S. þakkar erindið og áhugann en bendir á að nú sé verið að vinna að undirbúningi að stofnun Frísvæðis Suðurnesja h.f.  Það mun verða stjórnar þess félags að fara með starfsmannamál þegar þar að kemur.

9. Tilnefningar í sameiginlegar stjórnir og nefndir sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Bláfjallanefnd: 
    Jón Gunnar Stefánsson, aðalmaður
    Friðrik Þór Friðriksson, varamaður

Ferlinefnd fatlaðra á Suðurnesjum:

    Kristjana Kjartansdóttir
    Jakob Kristjánsson
    Kolbrún Guðmundsdóttir

Launanefnd sveitarfélga:

    Hallgrímur Bogason, aðalmaður
    Drífa Sigfúsdóttir, varamaður

Starfskjaranefnd:

    Sigurður Jónsson, aðalmaður
    Hörður Kristinsson     “
    Halldór Halldórsson, varamaður
    Drífa Sigfúsdóttir       “

Stjórn Gjaldheimtu Suðurnesja:

    Jón Gunnar Stefánsson, aðalmaður
    Böðvar Jónsson          “
    Jóhanna Reynisdóttir, varamaður
    Björgvin Lúthersson “

Stjórn Fjölbrautaskóla Suðurnesja:

    Ingimundur Þ. Guðnason, aðalmaður
    Guðbjörg Ingimundardóttir “
    Bogi Hallgrímsson   “
    Jón Ingi Baldvinsson, varamaður
    Karl Hermannsson  “
    Sigríður Aðalsteinsdóttir “

Stjórn Sjúkrahúss Suðurnesja:

    Margrét Sanders, aðalmaður
    Skúli Skúlason “
    Jón Gunnarsson “
    Ari Sigurðsson, varamaður
    Jón Hjálmarsson “
    Hörður Kristinsson   “

Svæðisráð fatlaðra á Reykjanesi:

    Svava Pétursdóttir, aðalmaður
    Kristinn Hilmarsson, varamaður

Öldrunarnefnd:

    Oddný Mattadóttir
    Guðmundur Einarsson
    Jórunn Guðmundóttir
    Jóhanna Reynisdóttir
    Finnbogi Björnson

Jafnframt gerir stjórn S.S.S. tillögu til aðalfundar að eftirfarandi sveitrstjórnir tilnefni fulltrúa í launanefnd S.S.S.

  Aðalmenn: Grindavík
    Keflavík-Njarðvík-Hafnir
    Vogar

  Varamenn: Keflavík-Njarðvík-Hafnir
    Sandgerði
    Gerðahreppur

10. Frísvæði á Suðurnesjum.
Kristján Pálsson lagði fram greinargerð um málið ásamt tillögu um að skipulögð verði kynnisferð til Shannon á vegum frísvæðanefndar utanríkisráðuneytisins og S.S.S.

Í framhaldi af tillögu Kristján Pálssonar samþykkir stjórn S.S.S. eftirfarandi:

Í ljósi þess að þegar hefur verið ákveðið að frísvæðisnefnd fari til Shannon þ.m.t. fulltrúi S.S.S. í nefndinni, telur stjórnin ekki þörf á að fleiri fulltrúar fari á hennar vegum.  Stjórnin tekur undir tillögu um að sveitarfélögunum verði boðið að senda fulltrúa í ferðina á sinn kostnað.  Hið sama gildir um fulltrúa frá hugsanlegum fjár-festum í Frísvæðinu h.f.

Kristján Pálsson vék af fundi.

11. Skólaakstur fatlaðra til höfuðborgarsvæðisins skólaárið 1994-95.
Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga og afstöðu sveitar-félaganna til málsins.

12. Húsnæðismál samrekinna stofnana.
Guðjón Guðmundsson gerði grein fyrir hugmynd bæjarstjórnar Keflvíkur-Njarðvíkur-Hafna um hvort skrifstofuhúsnæði á Fitjum  henti fyrir samreknar stofnanir.  Málið verður skoðað áfram.

13. Aðalfundur S.S.S. 1994.
a) Samþykkt að leggja til við aðalfund S.S.S. að breyta 1. og 5. grein á samþykktum S.S.S. í samræmi við breytta skipan sveitarfélaga á Sambandssvæðinu.

b) Ákveðið að breyta fundartíma og verður aðalfundurinn 16. og 17. september.

c) Ákveðið að formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri undirbúi drög að dagskrá fyrir aðalfundinn.

14. Bréf dags. 8/8 1994 frá Lúðvík Hjalta Jónssyni varðandi tilnefningu í launanefnd sveitarfélga.  vísast til afgreiðslu á 9. lið.

15. Bréf dags. 22/6 1994 frá Þórði Skúlasyni framkv.stj. Sambands ísl sveitarfélaga varðandi landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga.  Formaður og framkv.stj. eiga seturétt á þinginu með tillögurétt og málfrelsi. Samþykkt að þeir fari á þingið.

16. Aðalfundarboð eftirfarandi landshlutasamtaka.

a. SASS 12. og 13. ágúst á Kirkjubæjarklaustri
b. F.N. 19. og 20. ágúst á Ísafirði
c. SSNV 26. og 27. ágúst á Blönduósi
d. SSA 26. og 27. ágúst á Reyðarfirði
e. Eyþing 8. og 9. sept. á Raufarhöfn

Stjórnin samþykkir að senda fulltrúa eftir því sem við verður komið.

17. Sameiginleg mál.
Rætt var um byggingu D-álmu og lagt fram minnisblað frá Jóhanni Einvarðssyni framkv.stj. SHS.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.30.