fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

381. fundur SSS 22. júní 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 22. júní kl. 15.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Steindór Sigurðsson, Kristbjörn Albertsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 7/6 1995, lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar B.S. frá 23/5 1995, lögð fram.

3. Fundargerðir stjórnar S.S. frá 1/6 og 15/6 1995, lagðar fram.

4. Fundargerðir starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 31/5, 12/6, 15/6 1995, lagðar fram og samþykktar.

5. Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Starfsmannafélag Suðurnesja sem undirritaður var 12. júní s.l. ásamt breytingum á kafla 8.2.1. sem fylgir samningnum og aðilar hafa orðið sammála um.  Samningurinn samþykktur, Jón Gunnarsson sat hjá.

6. Bréf dags. 30/5 1995 frá Jóni Þ. Þór f.h. Sögufélags Suðurnesja þar sem þess er farið á leit að það styrki útgáfu Árbókar Suðurnesja.  Samþykkt að styrkja útgáfuna um kr. 150.000.00.

7. Bréf dags. 8/6 1995 frá Guðmundi Jóh. Guðmundssyni f.h. Skipaminja h.f. þar sem óskað er eftir styrk til uppbyggingar eldri vertíðarbáta.  Erindinu hafnað.

8. Bréf dags. 13/6 1995 frá Myndbæ h.f. þar sem farið er fram á styrk til að framleiða mynd um Suðurnes.  Erindinu vísað til Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunnar.

9. Bréf dags. 12/6 1995 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem landshlutasamtökunum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf í tilefni 50 ára afmælis sambandsins.

10. Bréf dags. 13/6 1995 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps getur fallist á að skipuð verði nefnd, tilnefnd af sveitarfélögunum, til að ræða frekari framtíðarstefnu í öldrunar-málum.  Nefndin skuli leita umsagnar hjá öldrunarnefnd og stjórn D.S.  Framkvæmdastjóra falið að leita lausnar á málinu.

11. Framtíðarskipan fræðsluskrifstofa, samræmdur útreikningur skólakostnaðar – erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt ályktun um yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grunnskóla.
Í erindinu er því beint til landshlutasamtakanna að þau, í samráði við sveitarstjórnir, vinni að gerð tillagna um framtíðarskipan verkefna fræðsluskrifstofa ásamt öflun gagna um grunnskólakostnað. Fjárhagsnefnd S.S.S. ásamt framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu.

12. Bréf dags. 14/6 1995 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysis-tryggingar.
Stjórn S.S.S. gerir ekki athugasemd við að skipuð verði nefnd til að gera heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar.

Steindór Sigurðsson vék af fundi.

13. Skerðing á stuðnings- og/eða sérkennsla grunnskólanna.
Lagðir fram minnispunktar um fundi sem H.B., S.J. og G.G. hafa átt með fræðslustjóra, framkvæmdastjóra Sambands ísl. sveitarfélaga og fulltrúa í menntamálaráðuneytinu.  Sömu aðilum falið að vinna að málinu áfram.

14. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum – framtíðarskipulag.
Miklar umræður urðu um málið.  Framkvæmdastjóra falið að senda út bréf til sveitarstjórna til undirbúnings fundar sem haldinn verður í byrjun september.

15. Sameiginleg mál.
Varðandi sameiginlega þátttöku Suðurnesja í “The nordic book”.   Svar hefur borist frá M.O.A. og ákveður stjórn S.S.S. að aðhafast ekkert í málinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.40.