380. fundur SSS 1. júní 1995
Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 1. júní kl. 15.00.
Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Kristján Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristbjörn Albertsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerðir stjórnar D.S. frá 27/4 og 11/5 1995 lagðar fram.
2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 3/5 1995, lögð fram.
3. Fundargerðir stjórnar SS frá 4/5 og 16/5 1995 lagðar fram.
4. Bréf dags. 18/5 1995 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps þar sem kemur fram m.a. að hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps leggur til að skipuð verði nefnd til að móta framtíðarstefnu varðandi vistun aldraðra aðila sem tilnefndir verði af D.S., S.H.S. og heilbrigðisráðuneytinu og skili nefndin tillögum fyrir næsta aðalfund S.S.S. Fallist önnur sveitarfélög á tillögu þessa, er hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps reiðubúin að falla frá þeim fyrirvara sem hún gerði varðandi tillögur fjárhagsnefndar S.S.S. um viðbyggingu við Garðvang.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5. Afrit af bréfi dags. 18/5 1995 til hreppsnefndar Gerðahrepps frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra um bókun hreppsnefndar Gerðahrepps varðandi fyrirvara Vatnsleysustrandarhrepps um viðbyggingu viði Garðvang. Lagt fram.
6. Bréf dags. 23/5 1995 frá Jóhönnu Maríu Einarsdóttur og Brynjólfi Guðmundssyni fulltrúum S.S.S. í starfsmatsnefnd þar sem þau segja sig úr nefndinni.
Stjórn S.S.S. lýsir yfir fyllsta trausti á störf sinna fulltrúa í starfsmatsnefndinni. Stjórn S.S.S. skorar á Jóhönnu og Brynjólf að endurskoða afstöðu sína og hvetur þau til að gegna áfram starfi í starfsmatsnefnd.
7. Fundarboð um fund formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka ásamt gögnum lagt fram.
8. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum:
a) Fjárhagsáætlun M.O.A. Lögð fram.
b) Þjónustusamningur milli M.O.A. og S.S.S. Stjórnin staðfestir samninginn og vísar til gildandi fjárhagsáætlunar S.S.S.
c) Þjónustusamningur milli M.O.A. og F.S.S. Lagðar fram.
d) Þjónustusamningur milli M.O.A. og E.S. Lagður fram.
9. Sameiginleg mál.
Rætt var um niðurskurð ríkisins á fjármunum til sérkennslu í grunnskólum á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið að senda bókun í samráði við bæjar- og sveitarstjóra til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið verði hvatt til að beita sér í málinu.
Ákveðið að óska eftir umsögn M.O.A um sameiginlega þátttöku Suðurnesja í “The Nordic Book” sem dreift verður í Kína.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.25.