fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

379. fundur SSS 4. maí 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudginn 4. maí kl. 15.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Kristján Gunnarsson, Guðjón Guð-mundsson framkv.st. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Einnig voru boðaðir til fundarins undir  1. lið framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, framkvæmdastjórar samrekinna stofnana, launanefnd S.S.S., fulltrúar S.S.S. í starfskjaranefnd S.S.S. og fulltrúar S.S.S. í starfsmatsnefnd S.S.S.  Einnig Lúðvík Hjalti Jónsson frá Launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga.

Kristján Gunnarsson vék af fundi að eigin ósk, undir l. lið.

Dagskrá:

1. Launamál – starfmat – samningar o.fl.  Miklar umræður urðu um málið.

2. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum (framhald, atvinnu-þróunarmál fl.).  Allmiklar umræður urðu um málið.  Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

3. Sameiginleg mál.
Á fundinn barst bréf dags. 4/5 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd Gerðahrepps ítrekar fyrri skoðun sína að nauðsyn-legt sé að hefja nú þegar undirbúning að stofnun sameiginlegrar skólamálaskrifstofu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Hreppsnefnd Gerðahrepps skorar á stjórn S.S.S. að taka málið til meðferðar.

Fleira  ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.