Kynning á Tækniþróunarsjóði
Frumkvöðlar á Suðurnesjum mættu á kynningarfund Tækniþróunarsjóðs sem fram fór á skrifstofum Sambands sveitarfélaga í gær en þar sagði Atli Arnarsson sérfræðingur Rannís frá sjóðnum og svaraði spurningum gesta.
Atli kynnti jafnframt skattafrádrátt til fyrirtækja í rannsóknum og þróun, hagnýt rannsóknarverkefni, netöryggi og styrki vegna einkaleyfaumsókna.
Umsækjendur eru hvattir til þess að hefja umsóknarskrif tímanlega en umsóknarfrestur er til 16. september 2024. Umsækjendur eru hvattir til þess að nýta sér símatíma hjá Rannís kl. 10 – 12 og þá er boðið upp á opna ráðgjafatíma í Grósku þri/fim 10 – 14:00.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð og góð ráð fyrir umsóknarskrifendur og hægt er að panta tíma hér.