fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

378. fundur SSS 27. apríl 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 27. apríl kl. 15.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Kristbjörn Albertsson, Kristján Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsson ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 30/3 1995 ásamt gögnum, lagt fram.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 29/3 1995,  lögð fram.

3. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 3/4 og 25/4 1995 lagðar fram og samþykktar.

4. Fundargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. frá 24/4 1995 lögð fram og samþykkt.

5. Fundargerð fundar formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka frá 14/3 1995. 
Stjórnin óskar eftir að lífeyrissjóðsskuldbindingar og starfsmat verði tekin á dagskrá næsta fundar þessara aðila.

6. Bréf dags. 21/4 1995 frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefni einn fulltrúa í nefnd vegna væntanlegrar byggingar D-álmu.

  Tilnefnd: Drífa Sigfúsdóttir.

7. Fundur um samvinnu og verkaskiptingu heimamanna og stofnana í umhverfismálum.  Fundurinn verður haldinn 11. maí kl. 14.00.

8. Bréf dags. 23/3 1995 frá bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna ásamt erindi Hundaræktarfélags Íslands og samþykkt um hundahald.
Framkvæmdastjóra falið að svara fyrirspurninni.

9. Bréf dags. 3/4 1995 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi starfshóp landshlutasamtakanna og sambandsins um málefni grunnskólans.

10. Dagskrá aðalfundar SASS 28. og 29. apríl á Selfossi ásamt boði um að setja fundinn.

11. Sjávarútvegsmál – dragnótaveiðar o.fl. 
Lögð fram ýmis gögn varðandi dragnótaveiðar í Faxaflóa.
Stjórn S.S.S. óskar eftir upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun um þær rannsóknir sem farið hafa fram á áhrifum dragnótaveiða á lífríki Faxaflóa.  Jafnframt óskar stjórn S.S.S. eftir áliti Hafró á áhrifum umræddra veiða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.55.