fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

377. fundur SSS 6. apríl 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 6. apríl kl. 16.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Steindór Sigurðsson, Kristján Gunnarsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Kristbjörn Albertsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Afrit bréfs dags. 21/3 1995 frá Hafnarfjarðarbæ varðandi lausagöngu búfjár á Reykjanesi.  Lagt fram.

2. Bréf dags. 22/3 1995 frá Lionsklúbbnum Keili varðandi fjárhagsaðstoð til útgáfu örnefnalýsingar og örnefnaskrár af hluta Vatnsleysustrandarhrepps.
Stjórnin samþykkir að veita kr. 100.000.00 til verkefnisins af liðnum “sérstök verkefni”.

3. Bréf dags. 23/3 1995 frá bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna þar sem tilkynnt er að fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana S.S.S. hafa verið samþykktar.

4. Bréf dags. 16/3 1995 frá Samgönguráðuneytinu (afgr. frestað á síðasta fundi).  Óskar Gunnarsson tilnefndur sem aðalmaður og Jón Gunnarsson sem varamaður í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Suðurnesjum.

5. Málefni D-álmu.
Stjórn S.S.S. fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með undirritun samkomulags fjármálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um D-álmu.

6. Afgreiðsla fjárhagsáætlunar sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna fyrir árið 1995.

Undir þessum lið var lagt fram bréf dags. 6/4 1995 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps þar sem er tilkynnt að hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 1995.  Varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Garðvang og fyrirvara Vatnsleysustrandarhrepps, leggur hreppsnefnd Gerðahrepps miklar áherslu á að staðið verði við áður markaða stefnu og samþykktir sveitarfélaganna hvað varðar umræddar framkvæmdir við Garðvang.
Falli hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps ekki frá fyrirvara sínum samþykkir hreppsnefnd Gerðahrepps að greiða til viðbótar við sinn hluta framkvæmdarinnar, þann hluta sem Vatnsleysustrandarhreppur átti að greiða.

Varðandi fyrirvara Vatnsleysustrandarhrepps um fyrirhugaðar framkvæmdir við Garðvang felur stjórn S.S.S. fjárhagsnefnd S.S.S. að leita lausnar í málum meðal eignaraðila.

Nú liggur fyrir að sveitarélögin hafa öll samþykkt fjárhagsáætlanir sameignlega rekinna stofnana 1995 að undanskildum framkvæmdum við Garðvang sbr. bréf dags. 16/3 1995 frá Vatnsleysustranarhreppi.
Stjórn S.S.S. lítur þannig á að fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum 1995 séu samþykktar að öðru leyti.

7. Samstarf sveitarfélganna á Suðurnesjum (framh. atvinnuþróunarmál o.fl.)
Undir þessum lið var lagt fram bréf dags. 6/4 1995 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra Gerðahrepps þar sem tilkynnt er að hreppsnefnd Gerðahrepps hafi samþykkt fyrirliggjandi samkomulag um atvinnumál á sameiginlegum grunni enda náist samkomulag um nánari útfærslu.

Allmiklar umræður urðu um atvinnuþróunarmál. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.  Einnig urðu miklar umræður um sameiginleg mál og framtíð S.S.S.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45.