fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

376. fundur SSS 23. mars 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fimmtudaginn 23. mars kl. 13.00.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Kristján Gunnarsson, Kristbjörn Albertsson, Drífa Sigfúsdóttir, Óskar Gunnarsson, Jóhanna Reynisdóttir, Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

Rætt um fundartíma stjórnar SSS og ákveðið að næstu fundir hefjist kl. 16.00.

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 2/3 1995, lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar B.S. frá 8/3 1995, lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar S.S. frá 14/3 1995, lögð fram.

4. Bréf dags. 16/3 1995 frá bæjarstjórn Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna þar sem bæjarráð samþykkir tillögu nefndar á vegur SSS um atvinnumál með þeim breytingum að E liður hljóði þannig. “Nefndin leggur til að gerður verði þjónustusamningar við Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf og Ferðamálasamtök Suðurnesja” lagt fram.

5. Bréf dags. 10/3 1995 frá Jóni G. Stefánssyni bæjarstjóra í Grindavík varðandi sameiginlega fræðsluskrifstofu.  Bæjarstjórn samþykkti að fylgjast með könnun málsins. Lagt fram.

6. Bréf dags. 10/3 1995 frá Jóni G. Stefánssyni bæjarstjóra í Grindavík þar sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana. Lagt fram.

7. Bréf. dags. 16/3 1995 frá Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra Vatnsleysustrandarhrepps þar sem hreppsnefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun með þeirri undantekningu að hún fellst ekki á tillögu um nýframkvæmdir við Garðvang í Garði að upphæð 26 milljónir.

8. Bréf dags. 21/3 1995 frá Kristjáni Pálssyni þar sem hann gefur ekki kost á sér sem fulltrúi stjórnar SSS í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja. 

Tilnefndur aðalmaður :  Kristbjörn Albertsson
                  ——      varamaður: Guðjón Guðmundsson

Jóhanna Reynisdóttir vék af fundi.

9. Bréf dags. 16/3 1995 frá Samgönguráðuneytinu varðandi tilnefningu í umsjónarnefnd fólksbifreiða á Suðurnesjum.  Málinu frestað til næsta fundar.

10. Bréf dags. 15/3 1995 frá Jóhanni T. Bjarnarsyni þar sem fulltrúa stjórnar SSS er boðið að sitja 40. Fjórðungsþing Vestfirðinga.  Guðjóni Guðmundssyni falið að sitja þingið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.