fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

375. fundur SSS 9, mars 1995

 Árið 1995 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 9. mars kl. 15.00.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Kristbjörn Albertsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkæmdastjóri og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð stjórnar B.S. frá 2/3´95 lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar D.S. frá 20/2´95 lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar S.S. frá 28/2´95 lögð fram.

4. Fundargerð launanefndar S.S.S. frá 2/3´95 lögð fram og samþykkt.

5. Bréf dags. 9/2´95 frá Finnboga Björnssyni framkvæmdastjóra D.S. varðandi beiðni starfsstúlku á Hlévangi sem óskar þess að ganga í S.F.S.B. en hún er félagi í Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.  Stjórn S.S.S. álítur að mál þetta eigi ekki erindi til afgreiðslu stjórnar S.S.S.  Stjórnin telur að vísa eigi ósk starfsmannsins til viðkomandi stéttarfélaga.  Kristján Gunnarsson og Hallgrímur Bogason tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.

6. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.  Allmiklar umræður urðu um atvinnuþróunarmál og um samstarfið í framtíðinni .

7. Sameiginleg mál.  Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.