Svæðisskipulag Suðurnesja endurskoðað: tillaga til umsagnar
Frá staðfestingu Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um auðlindir, samgöngur og veitur, atvinnu og samfélag. Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til náttúruvár, loftslagsmála, auðlinda, innviða og heimsmarkmiða.
Opnað hefur verið fyrir umsagnir um tillöguna inn í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en hægt er að senda inn umsagnir til 24.01.2025.
Tilgangur með endurskoðun svæðisskipulagsins er jafnframt að draga fram mikilvægi þess fyrir hagsmuni Suðurnesja og móta þá umgjörð sem þarf að fylgja til að tryggja fjölbreytta hagsmuni samfélags, umhverfis og efnahags. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja leggur hér fram vinnslutillögu svæðisskipulags en aðilar sem hafa skipulagsvald á Suðurnesjum eiga fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd og eru þeir: Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Sveitarfélagið Vogar, Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Landhelgisgæsla Íslands.
Áhersla nefndarinnar hefur verið á sameiginlega hagsmuni Suðurnesja og stefnumörkun um þá. Svæðisskipulagið markar stefnu um helstu hagsmuni Suðurnesja sem snúa að landnotkun og þær aðgerðir sem aðilar þurfa að ráðast í til að fylgja framtíðarsýn svæðisskipulagsins.
Vinnslutillaga