Ímynd Reykjaness
Sóknaráætlun 2025-3

Markmið verkefnisins er að styrkja ímynd Reykjaness með því að efla jákvæða umfjöllun um svæðið, auka stolt íbúa og dýpka þekkingu á menningu, náttúru og samfélagi. Vinna þarf upp traust til atvinnuuppbyggingar á svæðinu í kjölfar á eldsumbrota í Grindavík. Unnið verður að stefnumótun og greiningu á stöðu svæðisins með sjálfbærni að leiðarljósi.
• Greining á stöðu ímyndar Reykjaness og skilaboðastefnu, þar sem markhópagreining og markaðsrannsóknir verða nýttar til að efla trúverðugleika og skilvirkni aðgerða.
• Góðar sögur sagðar af heimamönnum og atvinnulífi
• Þróun og gerð fræðsluefnis fyrir íbúa, fjárfesta og ferðamenn með áherslu á menningu, náttúru og sjálfbæra nýtingu svæðisins.
• Virk markaðssetningu á stafrænum miðlum og í fjölmiðlum með áherslu á að koma jákvæðum sögum af Reykjanesi á framfæri.
• Laða að fjárfestingu og styðja við atvinnulíf á svæðinu, með því að efla samkeppnishæfni fyrirtækja og stuðla að nýsköpun í rekstri og ferðaþjónustu.
Sjálfbærni og tenging við efnahag, samfélag, atvinnulíf og umhverfi:
• Efnahagur: Verkefnið styður við efnahagslega sjálfbærni með því að efla ímynd svæðisins sem traust búsetu- og atvinnusvæði sem laðar að fjárfestingar og atvinnu.
• Samfélag: Með aukinni þekkingu á menningu og sögu svæðisins styrkist samfélagslegt sjálfstraust og samkennd, sem hefur jákvæð áhrif á íbúalýðheilsu og samfélagsþróun.
• Atvinnulíf: Verkefnið stuðlar að að aukinni nýsköpun og fjölbreytileika í atvinnulífinu.
Umhverfi: Verkefnið tekur mið af sjálfbærnistefnu svæðisins og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með áherslu á ábyrga markaðssetningu sem dregur fram náttúruvernd, umhverfisvæna ferðaþjónustu og sjálfbæra þróun.