Snjallleiðsögn um Reykjanes
Markmið með verkefninu er að bæta upplifun gesta á svæðinu á ákveðnum áningastöðum og gefa þeim kost á að upplifa eða sjá svæðið í öðrum aðstæðum.
Um er að ræða snjallleiðsögn fyrir gesti Reykjanessins. Þannig að þegar gestir heimsækja áningastað sem hefur sérstakan QR kóða, geta þeir skannað hann og séð þá mynd, myndband eða frekari texta og lýsingar á staðnum í gegnum símana sína.
Verkefnið miðar jafnframt að því að því að setja upp gagnagrunn og vefsvæði með efni um allt að 20 áningastaði á Reykjanesi sem gestir svæðisins geta nálgast þegar þeir heimsækja svæðið. Unnið verður að þróun, uppsetningu og markaðssetningu.
Um er að ræða snjallleiðsögn fyrir gesti Reykjanessins. Þannig að þegar gestir heimsækja áningastað sem hefur sérstakan QR kóða, geta þeir skannað hann og séð þá mynd, myndband eða frekari texta og lýsingar á staðnum í gegnum símana sína.
Verkefnið skiptist upp í nokkra þætti:
- Þróun og hönnun:
Settur verður upp sérstakt vefsvæði sem nýtist sem gagnagrunnur fyrir allt efni sem þarf fyrir áningastaðina. Vinna þarf að uppsetningu svæðisins og þróa það fyrir sérstaklega fyrir Reykjanesið. Velja þarf áningastaðina og ákvarða hvaða efni verður sett upp á bakvið hvern stað, hvort sem það eru textalýsingar, myndir, teikningar eða myndbönd sem sýna viðfangsefnið í öðru eða nýju ljósi og bæta þannig upplifun og þekkingu gestsins á því sem hann er að skoða. Tæknin sem verið er að nota er ný í Ferðaþjónustu og þarf að þróa hana áfram til að hún komi til að fullnýtast úti í náttúrunni og með þeim hætti sem lagt er upp með. - Efnisgerð og efnisuppsetning:
Allt að 20 áningastaðir á Reykjanesi verða merktir á árinu. Misjafnt er hvaða efni er sett upp fyrir hvern stað og mikið af efninu er nú þegar til en annað efni þarf að finna. Efnið þarf að vinna sérstaklega inn á vefsvæðið/gagnagrunninn, þannig að það sé auðsótt og meðfærilegt. - Merking áningastaða:
Merkja þarf áningataðina sérstaklega og á sumum stöðum þarf að setja upp fleiri en eina merkingu og jafnvel í mismunandi formi. Við merkingu á áningastöðunum verður sérstaklega hoft til þess að nýta útlit og vinnu Reykjanes jarðvangs til að samræma merkingar á áningastöðum og hönnunarstaðla Vegrúnar (godarleidir.is) - Markaðssetning:
Verkefnið verður sérstaklega kynnt sem hluti af þróun ferðaleiða og uppbyggingu áningastaða á Reykjanesi. Verkefnið er nýtt og hefur ekki verið unnið slíkt verkefni á öðrum stöðum á landinu sem gerir það einstakt og fréttvænt. Unnið verður að kynningu á verkefninu með fréttatilkynningum, og auglýsingum bæði innanlands og eins meðal erlendra gesta. Þar sem tæknin og efnið er kynnt og notandanum kennt að nota tólið sem hefur verið þróað.
Notkun á tækninni virkar í grófum dráttum þannig að settur verður upp QR kóði á sérstaka staura eða skilti á áningastöðum. Þegar viðkomandi aðili skannar inn kóðann fær hann þann stað upp í símann hjá sér. Ef t.d. viðkomandi stæði uppá útsýnisstað á Langahrygg, gæti hann skannað kóðann og rétt upp símann. Þannig gæti hann séð í gegnum myndavél símans gamla gíginn í Geldingadölum eins og hann er í dag og svo valið að sjá myndband af honum gjósa frá árinu 2021.
Með þessum hætti höfum við tækifæri á að auka upplifun gestsins og færa honum frekari upplýsingar um ákveðna staði, staðhætti, menningu og sögu beint í símann.
Tæknin mun jafnfram nýtast við að skoða hegðun gesta með því að nýta gögn og heimsóknatölur á vefsvæðið. Gögnin verða ekki persónugreinanleg, en hægt verður að skoða hvar og hvernig tæki eru að ferðast um Reykjanesið og hvaða staðir eru heimsóttir.
Verkefnið verður kynnt á öllum miðlum samstarfsaðila, með fréttum og póstum um um þróun verkefnisins og framgang þess. Þá verða keyptar auglýsingar á Google og META til að kynna verefnið og kenna notandanum á eðli og virkni tækninnar. Þá verða keyptar auglýsingar í ferða og útivistarmiðlum til að vekja athygli á þeirri upplifun sem gestir geti vænst við heimsókn á Reykjanesið.
Lokaafurð verkefnis er gagnagrunnur efnis og vefsvæði, auk gagnagrunnus með upplýsingum um hegðun gesta á Reykjanesi einnig verða í honum merkingar á áningastöðum.
Heildarkostnaður á verkefnistíma er kr. 8.000.000,- þar af koma kr. 4.000.000,- á árinu 2024 og kr. 2.000.000,- á árinu 2025 úr Sóknaráætlun Suðurnesja.