fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Áskorun til stjórnvalda um aðgerðir fyrir fólk utan vinnumarkaðar sumarið 2020

Teymi um menntamál og starfsendurhæfingu á Suðurnesjum hefur kynnt tillögur til aðgerða fyrir Suðurnes og hvetur stjórnvöld til þess að bregðast við þeim hratt og örugglega  þannnig að þær komi að mestu til framkvæmda í sumar.

Teymið er hluti af atvinnuátkshópi Reykjanesbæjar vegna afleiðinga heimsfaraldurs Covid-19 og skipa það fulltrúar menntamála á Suðurnesjum sem eru í ábyrgðastöðum menntastofnana og starfsendurhæfingar.

  • Dagný Gísladóttir, frá Heklunni og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum
  • Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður símenntunar á Suðurnesjum
  • Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ
  • Inga Dóra Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar og sérfræðingur í starfsendurhæfingu
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdarstjóri Keilis
  • Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja
  • Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fisktækniskóla Íslands

Hópurinn hefur unnið skýrslu sem er samantekt á tillögum til aðgerða fyrir Suðurnes og lögð fram sem hvatning um að huga skuli að velferð íbúa Suðurnesja strax í sumar til þess að sporna við þeirri vegferð sem Suðurnesin eru nú á varðandi atvinnutækifæri á svæðinu. Hvatningunni er fyrst og fremst beint til til ríkisstjórnar Íslands, Stjórnarráðsins og nefnda á vegum ríkisstjórnar og ráðuneyta, sem fjalla um málefni tengd Suðurnesjum og/eða öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Teymið telur afar mikilvægt að brugðist sé við hratt og örugglega, með skilvirkum hætti og mun gera það sem í þess valdi stendur til þess að fylgja tillögunum eftir og koma sem mestu í framkvæmd fyrir markhópinn strax í sumar.

Það er von teymisins að þessi samstaða verði til þess að ákvarðanir verði teknar um aðgerðir sem styrkja innviði okkar með þeim hætti að það nýtist okkar fólki sem allra best, þ.e. íbúum Suðurnesja sem eru utan vinnumarkaðar.

Tillögur til aðgerða á sviði menntamála og starfsendurhæfingar