Eignarhaldsfélag Suðurnesja
Eignahaldsfélag Suðurnesja (ES) er fjárfestingafélag sem stofnað var í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Félagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festa lífeyrissjóðs.
ES tekur þátt í stofnun og starfsemi félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða og styðja við megintilgang félagsins, að skapa nýmæli í atvinnulífi og byggja upp atvinnulíf á Suðurnesjum.
Stjórn ES er skipuð fimm fulltrúum stærstu eigenda félagsins:
- Katrín Oddsdóttir, stjórnarformaður
- Snjólaug Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri
- Guðný Birna Guðmundsdóttir fh. Reykjanesbæjar
- Þorsteinn Júlíus Árnason fh. ríkissjóðs Íslands
- Guðbjörg Óskarsdóttir fh. Byggðastofnunar
- Árni Hinrik Hjartarson fh. Festu lífeyrissjóðs
Ferli umsókna
Tekið er á móti umsóknum rafrænt hjá Heklunni sem kemur þeim yfir til stjórnar ES til afgreiðslu þegar þær eru fullbúnar frá umsækjendum. Stjórnarfundir ES eru að jafnaði einu sinni í mánuði og reynt er að afgreiða umsóknir jafnóðum og þær berast. Umsækjendur geta átt von á því að þurfa að skila inn ítarlegri gögnum og/eða kynna verkefnið sitt fyrir stjórn eftir fyrstu yfirferð stjórnar. Ef spurningar vakna varðandi umsóknarferlið bjóða ráðgjafar Heklunnar upp á aðstoð og jafnframt er hægt að óska eftir samtali við framkvæmdastjóra ES.
Félög sem ES er hluti af
ES hefur tekið þátt í uppbyggingu á hinum ýmsu félögum og er í dag aðili að GeoSilica, Taramar, Orf Líftækni, Matorku, DMM lausna, Garðskaga ehf, Artic Sea Minerals, Fibra ehf og Kaffi Golu.
ES fjárfestir í hlutabréfum og skuldabréfum sem breyta má í hlutabréf. Félagið tekur þátt í stórum og smáum verkefnum á Suðurnesjum sem stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.
Fjárfestingastefna
- Hlutfall hlutafjár í einstökum félögum
Hlutdeild ES í einstökum félögum skal að jafnaði ekki vera umfram 20% hlutafjár. Þó er heimilt að auka hlutafé í 30% ef slíkt þykir vænlegt. Við útreikning á hlutfalli eignar í einstöku félagi má taka mið af þeim hlutafjárloforðum sem eru útistandandi og tryggð að fullu og að því gefnu að þau fáist greidd innan árs. - Hámarksfjárfesting ES í einstökufélagi
Að jafnaði skal ES ekki fjárfesta umfram 10% af eigin fé sjóðsins í einstöku félagi. - Ávöxtunarkrafa hlutafjáreignar
Ávöxtunarkrafa skal fara eftir aðstæðum hverju sinni og skal
fjárfestingartími að jafnaði vera 4-6 ár. - Fjármögnun félags
ES mun ekki leggja fram hlutafé nema fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð. - Endurkaup á hlut ES
Að jafnaði skal miðað við að fyrir liggi hluthafasamkomulag um
endurkaup á hlut ES. Endursala á hlutafé skal taka mið af því að
fyrirtækið hafi náð þeim árangri sem stefnt var að en þó þannig að
hagsmunir ES séu ætíð tryggðir.
Skuldabréf /lán
Stjórn ES setur almennar reglur um lánakjör. Skilyrði fyrir láni frá ES
er að veð sé fyrir hendi. Meginregla er að veðstaða fasteigna sé aldrei
hærri en 75%. Veðstaða í skipun sé að jafnaði ekki hærri en 50%.
Veðstaða í tækjum er aldrei hærri en 50%. Hámarkslán er 20 miljónir
kr.
Við mat á umsókn hefur stjórn ES til viðmiðunar rekstur og
rekstrarhorfur fyrirtækis, fjárhagsstöðu og reynslu og þekkingu
forsvarmanna. Einnig skal taka tillit til nýsköpunargildi,
samkeppnissjónarmið og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á
Suðurnesjum.
Hafðu samband!
Framkvæmdastjóri ES er Snjólaug Jakobsdóttir. Hún veitir aðstoð við gerð umsókna og er hægt að senda fyrirspurn eða panta tíma hjá henni hér.