fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ert þú háskólanemi í leit að sumarstarfi?

Við vekjum athygli á Nýsköpunarsjóði námsmanna sem nú auglýsir eftir nýsköpunarverkefnum til umsóknar sem hægt er að vinna að í sumar en umsóknarfrestur er til 4. maí n.k.

Sjóðurinn býður háskólanemendum sumarstarf við rannsóknarverkefni innan fyrirtækja og stofnana. Þeir sem geta sót tum eru háskólanemendur í grunn- og meistaranámi en einnig geta fyrirtæki og stofnanir sótt um styrk til nýsköpunarverkefna. Greiddur er styrkur til nemenda, 300.000 kr. á mánuði í hámark 3 mánuði.

Hvað er styrkt?

Styrkveiting felst í því að sjóðurinn greiðir námsmanni mánaðarlega styrki en fyrirtæki eða viðkomandi umsjónaraðili sér fyrir aðstöðu og efniskostnaði. Eins geta fyrirtæki og stofnanir greitt viðbótarlaun til nemenda. Styrkir eru greiddir út í byrjun júlí, ágúst og september. Einungis er greiddur út helmingur af síðustu mánaðargreiðslu þar til lokaskýrsla hefur verið móttekin. Ekki þarf að skila skattkorti til sjóðsins.

Skilyrði úthlutunar

Verkefni verður að uppfylla tvær meginkröfur eigi það að hljóta styrk. Í fyrsta lagi verður verkefnið að reyna á hæfni námsmanns og sjálfstæði í vinnubrögðum. Í öðru lagi þarf verkefni að hafa hagnýtt nýsköpunargildi fyrir atvinnulíf eða stuðla að fræðilegri nýsköpun í viðkomandi fræðigrein.

Hér má sjá lista yfir verkefni sem hlutu styrk á síðasta ári. 

Hægt er að fá ráðgjöf hjá Heklunni með útfærslu verkefna og yfirlestur umsókna á netfangið heklan@heklan.is.

sjá nánari upplýsingar á vef Rannís.