fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fríar vinnustofur til að efla stafræna miðla

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á Stafrænt forskot, vinnustofu fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að efla stafræna miðla á netinu og er hún þátttakendum að endurgjaldslausu í apríl og maí.

Stafrænt forskot er bæði kennsluefni á netinu á forskot.nmi.is og vinnustofur sem settar hafa verið upp víða um landið. Þar fer fram kennsla í markaðssetningu á netinu og nýtingu samfélagsmiðla auk aðstoðar við stefnumótun í markaðsmálum.

Vinnustofurnar henta öllum litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja nýta samfélagsmiðla, leitarvélabestun eða stafrænar lausnir í bókunum, verslun eða þjónustu.

Fystu vinnustofurna voru haldnar í febrúar 2019 á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal á Reykjanesi. Nú hafa þær verið færðar yfir á netið vegna ástandsins í þjóðfélaginu.  Eftir svona vinnustofur hafa fyrirtækin betri yfirsýn yfir markmið og stefnu í markaðsmálum.

Við hvetjum sem flesta til þess að nýta sér þetta tækifæri en hægt er að sækja um þátttöku hér.