Fundur með innviðaráðherra
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins.
Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Það mun m.a. nýtast í vinnu við stefnumótun og undirbúning áætlana á vegum ráðuneytisins. Þá er stefnt að því að leggja fram Samgönguáætlun síðar í haust og því gefst íbúum tækifæri nú til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra.
Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka fundi hér að neðan. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis og boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað.
Fundurinn á Suðurnesjum verður haldinn mánudaginn 18. ágúst, kl. 16:30 á Radisson Park Inn.
Hægt er að skrá sig á fundinn hérna https://www.stjornarradid.is/raduneyti/innvidaraduneytid/radstefnur-og-fundir/samradsfundir-med-innvidaradherra-2025/?utm_source=forsida