fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hönnun sem ýtir undir náttúruupplifun og náttúruvernd

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við systurstofnanir á Norðurlöndunum, hefur gefið út dæmi um leiðir og lausnir í hönnun sem ýta undir náttúruupplifun og náttúruvernd á vefsíðunni natnorth.is.

Þar eru útsýnispallurinn við Brimketill og aðgangur að Gunnhver tekin sem dæmi um vel heppnað samspil náttúru og hönnunar þar sem aðgengi að áfangastað og upplifun er aukin án þess að taka of mikið frá umhverfi.

Náttúran er meginaðdráttarafl á Norðurlöndum sem sífellt fleiri sækja heim. Á sama tíma verður náttúran fyrir auknum ágangi og þrýstingi vegna fjölgunar ferðamanna. Markmið verkefnisins Hönnun í náttúru er að auka þekkingu, efla gæði, og sýna með dæmum hvernig beita má hönnun og arkitektúr til að takast á við náttúrutengdar áskoranir sem Norðurlönd standa frammi fyrir út frá sjónarhóli ferðamennsku og sjálfbærni.

Í verkefninu, sem unnið er af hönnuðum og sérfræðingum frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi og Noregi, er rýnt í arfleifð, samtímaverkefni og mögulegar framtíðarlausnir. Varpað er ljósi á niðurstöðu verkefnisins í gegnum sextíu hönnunarverkefni, frá Norðurlöndum sem öll eru aðgengileg almenningi og stuðla að aðgengi allra- eða greiða leið að stöðum sem áður voru óaðgengilegir. Sum verkefnanna miða að því að leiða gesti örugglega um náttúrusvæði, önnur eru færanleg og sveigjanleg mannvirki sem má fjarlægja sporlaust, eða dæmi um ígrundaða efnisnotkun sem endurspeglar virðingu fyrir umhverfinu. Þá byggja sum verkefnin á heildstæðri nálgun til þess að mæta ólíkum þörfum og stuðla að endurheimt og endurgerð menningarlandslags, mannvirkja og náttúru á smáum og stórum mælikvarða.

Útsýnispallurinn við Brimketil



Um útsýnispallana við Brimketil segir að nálægð við úthaf og kraftur öldunnar geri kröfu um sterkbyggt mannvirki sem þarf að þola álagið en það taki þó ekki frá náttúrunni og upplifunninni sjálfri. Áskorunin sé að gefa ferðamönnum kleift að upplifa krafta náttúrunnar en tryggja um leið öryggi þeirra.

A robust and slip-free iron-grid viewing platform has been placed at Brimketill, a naturally carved pool where the forces of nature are in control of the surroundings.

Due to the close proximity to the ocean, the terrain and infrastructure at Brimketill are constantly weathered by wind and water. Enabling access to, and experience of, the powerful forces of nature demands robustness of design without calling attention to the designed structure itself.The challenge is to allow people to experience the powers of nature while still ensuring visitor safety, and also the structure’s durability in the demanding environment.

Sjá nánar

Aðgengi að Gunnuhver


Um Gunnuhver segir að svæðið sé viðkvæmt og geti breyst með stuttum fyrirvara vegna jarðsjálfta eða eldvirkni og í því hafi falist áskorun að gera svæðið aðgengilegt gestum en það þykir vel heppnað og vinna með umhverfinu.

The area is very fragile and can change without notice, due to volcanic activity and earthquakes. The area is within the water conservation and the Environment Agency’s natural heritage register.

Sjá nánar