Íbúar á Suðurnesjum
Íbúar á Suðurnesjum eru í dag 29.420 og búa flestir þeirra í Reykjanesbæ eða 22.510. Erlendir ríkisborgarar eru 28% íbúa og karlmenn eru í meirihluta eða 54%.
Nú má skoða í gagnatorgi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum yfirlit yfir þróun og samsetningu íbúa en gögnin verða uppfærð í rauntíma af vef Hagstofu Íslands.
Hægt er að skoða aldursamsetningu íbúa, skiptingu eftir ríkisfangi og fjölskyldugerð, kyn og búferlaflutninga og fleira áhugavert.