fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Könnun vegna markaðsgreiningar

Pipar/TBWA vinnur um þessar mundir að uppfærðri markaðsgreiningu og stefnumörkun fyrir áfangastaðinn Reykjanes til næstu ára. Niðurstöðu vinnunnar er að vænta nú í vor.

Hluti af þeirri vinnu sem Pipar fer fyrir er könnun meðal ferðaþjónustuaðila og annarra hagsmunaaðila á svæðinu um markaðssetningu á Reykjanesi og leitum við því til ykkar um þátttöku.

Um er að ræða rafræna könnun fyrir lykilfólk í samfélaginu á Reykjanesi, hvort sem það er fólk sem starfar hjá bæjarfélögunum eða í ferðaþjónustu – fólk sem býr og/eða starfar á Reykjanesi, ber hag svæðisins fyrir brjósti og hefur þekkingu og mikilvægt innsæi um Reykjanes sem áfangastað fyrir ferðamenn.

Megináhersla er lögð á að höfða til erlendra ferðamanna í þessu tilliti. 

Í þessari könnun er áhersla lögð á huglæga þætti, frekar en praktísk atriði, sem veitir innsæi fyrir vinnu sem fer fram í framhaldi. Spurt er um þætti sem gefa tilfinningu fyrir kjarna Reykjaness sem áfangastaðar og fólksins sem þar býr.

Taktu þátt í könnuninni hér.

Könnunin er opin til og 4 apríl 2025.