fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hvalsnessystur

Metnaðarfullt verkefni á Hvalsnesi

Við litum við til systranna á Hvalsnesi sem standa fyrir metnaðarfullu menningarverkefni á setrinu gamla en þar voru þær í sveit sem börn. Á næstunni opnar þar kaffihús og þar verður sýning um sálmaskáldið ástsæla Hallgrím Pétursson þegar fram líða stundir.

Verkefnið hefur fengið góð ráð og stuðning frá Markaðsstofu Reykjaness, Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja, Eignarhaldsfélagi Suðurnesja og Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og hefur verið áhugavert að fylgjast með því vaxa.

Að verkefninu standa Anna Guðrún, Magnea, Þóra og Margrét Tómasdætur en móðir þeirra Guðlaug Gísladóttir fæddist á Hvalsnesi árið 1935. Hún lærði að baka kransakökur sem ung stúlka í húsmæðraskólanum í Reykjavík og verður að sjálfsögðu boðið upp á kransakökubita á Kaffi Golu þegar opnar.

Við treystum því að verkefninu verði vel tekið á Suðurnesjum og dragi að sér fleiri gesti sem vilja njóta og upplifa einstaka sögu í fallegri umgjörð.