fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Ný ljósmyndabók um Reykjanes

Reykjanes II er glæsileg ný ljósmyndabók sem er samstarfsverkefni Reykjanes UNESCO Global Geopark, Visit Reykjanes og ljósmyndarans Þráins Kolbeinssonar. Í bókinni eru myndir af eldhræringum síðustu ára í bland við nýjar myndir af stórbrotinni náttúru Reykjanesskagans. Sérstök áhersla er einnig lögð á tinda Reykjaness, þar sem lítt þekktu hálendi svæðisins er gefinn sérstakur gaumur.

Einnig er komin út bókin Reykjanes I sem unnin er af sama teymi. Önnur útgáfa af bók sem fangar fegurð svæðisins og fræðir um leið lesandann um Reykjanesskagann. Bókin kom upphaflega út árið 2021 en kemur nú í endurbættri kápu og með smávægilegum breytingum. Ljósmyndirnar eru teknar af Þránni Kolbeinssyni ljósmyndara. Bókin sýnir mynd af samfélagi og náttúru sem á engan sinn líka.

Bækurnar eru nú fáanlegar í vefsölu á vef Reykjanes Geopark og verða einnig fáanlegar í verslunum Pennans innan skamms. Báðar bækur eru á ensku og í harðkápu.

Áhugasömum aðilum sem vilja fjárfesta í fleiri eintökum eða fá bókina í endursölu er bent á að hafa samband á info@reykjanesgeopark.is