Ráðgjöf til fyirtækja í Grindavík
Verkefnastjórar frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum verða með viðtalstíma á bæjarskrifstofunum í Grindavík í næstu viku til þess að aðstoða fyrirtæki sem hyggjast sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja en umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst n.k.
Stuðningurinn er einkum ætlaður einyrkjum og smærri fyrirtækjum sem voru með starfsemi í Grindavík 10. nóvember 2023, eru í rekstri og hafa a.m.k. einn starfsmann á launaskrá og veltu undir 500 milljónum króna. Fjármunum skal varið til verkefna sem snúa m.a. að markaðssetningu, vöruþróun og nýsköpun. Styrkjum er hvorki ætlað að kaupa upp eignir né að greiða niður skuldir.
Farið verður yfir skilgreiningu verkefna og reglur, hvaða verkþættir eru styrkhæfir, gerð kostnaðaráætlunar og fleira og eru fyrirtæki hvött til þess að nýta tækifærið og líta við ef eitthvað er óskýrt.
Viðtalstímar verða þriðjudaginn 29. júlí kl. 9 – 12:00 og 31. júlí 13 – 15:00.
Frekari upplýsignar veita Dagný Maggýjar dagny@heklan.is og Þuríður Halldóra Aradóttir Braun thura@visitreykjanes.is