fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

1. Fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

1. fundur svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem var haldinn fimmtudaginn 13.nóvember 2014, kl. 16:00.  Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbær.

 

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson, Magnús Stefánsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðmundur Björnsson, Sveinn Valdimarsson, Georg Friðriksson, Einar Jón Pálsson, Marta Sigurðardóttir, Kristinn Benediktsson , Áshildur Linnet, Guðlaugur Sigurjónsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1. Tilnefningar í svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.  

Eftirfarandi eru tilnefnd:

Guðmundur Björnsson – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar (aðalmaður)

Steinþór Einarsson – Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar (varamaður)

Ólafur Þór Ólafsson – Sandgerðisbær (aðalmaður)

Hólmfríður Skarphéðinsdóttir – Sandgerðisbær (varamaður)

Guðmundur Skúlason – Sandgerðisbær (aðalmaður)

Daði Berþórsson – Sandgerðisbær (varamaður)

Einar Jón Pálsson – Sveitarfélagið Garður (aðalmaður)

Magnús Stefánsson – Sveitarfélagið Garður (aðalmaður)

Hafrún Ægisdóttir – Sveitarfélagið Garður (varamaður)

Pálmi S. Guðmundsson – Sveitarfélagið Garður (varamaður)

Jón Emil Halldórsson – Grindavík (aðalmaður)

Marta Sigurðardóttir – Grindavík (aðalmaður)

Guðmundur Pálsson  – Grindavík (varamaður)

Erla Ósk Pétursdóttir – Grindavík (varamaður)

Jón B. Guðnason – Landhelgisgæslan (aðalmaður)

Kjartan Már Kjartansson – Reykjanesbær (aðalmaður)

Guðlaugur Sigurjónsson  – Reykjanesbær (aðalmaður)

Áshildur Linnet – Sveitarfélagið Vogar (aðalmaður)

Kristinn Benediktsson – Sveitafélagið Vogar (aðalmaður)

Ingþór Guðmundsson – Sveitarfélagið Vogar (varamaður)

Björn Sæbjörnsson – Sveitarfélagið Vogar (varamaður)

Bent er á að Reykjanesbær á eftir að skipa tvo varamenn samkvæmt reglum Svæðisskipulags Suðurnesja.

 

2. Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja, bréf dags. 22.08.2014 til Skipulagsstofnunar.

Lagt fram.

 

3. Stjórnin skiptir með sér verkum.

Lagt var til að Ólafur Þór Ólafsson yrði formaður en Guðlaugur H. Sigurjónsson varaformaður.

Samþykkt samhljóða af öllum fundarmönnum.

 

Undir þessum lið voru starfsreglur nefndarinnar ræddar.  Fjöldi funda sem og reikniregla kostnaðar við starfsemi nefndarinnar var kynnt fundarmönnum.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að fá upplýsingar um kostnað við ráðgjafa.  Fundarmen voru sammála um að fundargerðir nefndarinnar verði birtar á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.  Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að gera breytingar á heimasíðu S.S.S. þar að lútandi.  Fundarmenn voru sammála um að framkvæmdastjórum LHG og ISAVIA væri heimilt að senda staðgengla sína á fund nefndarinnar. 

 

4. Tillaga að aðalskipulagi sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu sveitarfélagsins Garðs og telur að hún falli að svæðisskipulagi Suðurnesja.

 

5. Umsögn um starfsreglur fyrir svæðisskiplagsnefnd Suðurnesja, erindi dags. 21.10.2014.

Formanni falið að lagfæra starfsreglur nefndarinnar skv. ábendingum Skipulagsstofnunnar og auglýsa þær í framhaldi í B-deild Stjórnartíðinda.

 

6. Endurskoðun svæðisskipulags Suðurnesja.

Nefndin er sammála um að nauðsynlegt sé að kynna svæðisskipulag Suðurnesja fyrir fundarmönnum áður en ákvörðun er til um endurskoðun á svæðisskipulaginu.  Ákvörðun um endurskoðun er frestað.

 

7. Breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar.

Svæðisskipulagsnefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu Reykjanesbæjar og telur að hún falli að Svæðisskipulagi Suðurnesja.

 

8. Önnur mál.

Nefndin óskar eftir að fá kynningu á Landsskipulagsstefnu.  Formanni falið að óskað eftir slíkri kynningu fyrir hönd nefndarinnar.

 

Formaður sagði frá því að hann hefðu sent inn erindi til Skipulagsfræðingafélags Íslands en það hafði óskað eftir tilnefningum um verkefni til skipulagsverðlauna 2014. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10