684. fundur S.S.S. 17. desember 2014
Árið 2014, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 17. desember, kl. 08.00 á skrifstofu S.S.S. Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mættir eru: Einar Jón Pálsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:.
1. Greinargerð – álit um stöðu mála í sambandi við eignarhald á jörðinni Krísuvík.
Lögð fram.
2. Fundargerð D.S. e.n., dags. 26.11.2014.
Liður 5c í fundargerð tekinn sérstaklega fyrir en þar kemur fram að formanni D.S. sé falið að ræða við SSS og ræða mögulegt samstarf vegna utanumhalds vegna bókhalds, gagnavörslu og fleira. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að ganga til samninga við D.S. vegna málsins.
3. Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 12, dags. 26.11.2014.
Lögð fram.
4. Önnur mál.
Almenningssamgöngur.
Lagt er fram minnisblað frá sveitarfélaginu Vogum vegna kostnaðarmats á akstri. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að ræða við bæjarstjóra sveitarfélagsins Voga þar af lútandi.
Bókun stjórnar vegna tillagna í fjárlagafrumvarpi 2015.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir áhyggjum sínum yfir því að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir því að Isavia greiði 700 milljónir króna arðgreiðslu inn í ríkissjóð.
Vaxandi straumur erlendra ferðamanna til Íslands hefur ekki farið fram hjá neinum og samkvæmt spám á sá straumur enn eftir að vaxa á næstu árum. Hliðið inn í Ísland er í gegnum Keflavíkurflugvöll enda fara rúmlega 95% af öllum erlendum gestum í
gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia verður að hafa getu til að geta staðið að nauðsynlegri uppbyggingu til að Íslendingar geti tekið á móti þeim aukna fjölda erlendra gesta sem eru forsenda þess vaxtar sem er fyrirséður í íslenskri ferðaþjónustu um allt land. Ekki má draga úr getu Isavia til að standa að eðlilegri fjárfestingu á á flugvallarsvæðinu á Suðurnesjum. Jafnframt væri slík ákvörðun köld kveðja til Suðurnesjamanna sem hafa á undanförnum árum tekist á við erfiða stöðu á vinnumarkaði og þurfa nauðsynlega á atvinnuuppbygginu að halda.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum telur því rétt að aðrar leiðir verði farnar til að afla umræddra 700 milljóna í ríkissjóð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:55.